Skírnir - 01.01.1928, Side 84
Skirnir] Plágan mikla. 77
um atriðum. Víðsvegar um land er bent á auða bólstaði
og jafnvel heil byggðarlög, sem talið er að hafi eyðzt í
Plágunni miklu og aldrei risið úr rústum síðan. Sagnarit-
arar vorir hafa tengt við hana aldahvörf í lífi þjóðarinnar.
Munnmælin1) hafa skapað úr henni feiknlega óvætti, per-
sónugjörving dauðans, sem ríður um byggðirnar, dregur ban-
væna pestarmóðu yfir landið, snýr öllu í auðn vægðar-
laust, — svo sem skáldið kvað — að vísu um Pláguna
siðari:
Líkhús urðu allir bæir,
og að náhjúp sérhver vefur.
Yfir val, sem enginn grefur,
ísa-þoka dauðans sefur------.
Það verður ekki efað, að Plágan mikla kom hingað til
lands árið 1402. En þykja má, að á því leiki nokkur vafi,
hvaðan hún hafi borizt, hvar hún hafi komið við land, og
hve snemma á árinu. Skal það nú athugað stuttlega, áður
en vikið verði að frásögum um sjálfa Pláguna.
Það virðist í fljótu bragði næst að ætla, svo sem háttað
var siglingum hingað til lands um þetta leyti, að pestin
hafi borizt hingað frá Noregi og þá helzt frá Björgvin. En
eigi verður það nú sannað, að pest hafi gengið í Noregi
árið 1401—1402 né um það bil. Aftur á móti er kunnugt
um það, að pest var öðru veifi að stinga sér niður síðara
liluta 14. aldar, fram um 1400, bæði á Englandi og á Þýzka-
landi. Frá báðum þessum löndum gat pest hafa slæðzt til
Noregs, ekki sízt frá Þýzkalandi. En það má þó virðast í
meira lagi ósennilegt, að svo bráð pest, sem Plágan mikla
var, hefði ekki komizt í land í Noregi 1402, og aðeins náð
i þetta eina skip, sem flutti hana hingað til lands, ef hún
hefði komið með kaupförum frá Englandi eða Þýzkalandi
til Björgvinjar. Hefði nú maður sá, Einar Herjólfsson, sem
heimildir segja að ætti skip það, sem kom með Pláguna
1) Þjóðsögur og munnmæli Jóns Árnasonar I. bls. 185, 321
—323; II. bls. 97—8. Árbækur Espólíns I. bls. 123. Þjóðsögur og
munnmæli (Jón Þorkelsson) bls. 189—190, 270—271, 341—342. Huld
V. bls. 61—62 — og víðar.