Skírnir - 01.01.1928, Page 85
78
Plágan mikla.
[Skimir
hingað til lands, verið norrænn maður, mundi þó naumast
hafa verið unnt að ætla annað, en að pestin hefði komið
frá Björgvin. En það má telja vafalítið, að Einar var ís-
lendingur1), og verður þá málið nokkru flóknara.
Það má telja nærri víst, að Englendingar hafi byrjað
að sigla hingað og reka verzlun milli 1390 og 1400, eftir
það er tók að þrengja verulega að kosti þeirra í Noregi,
vegna yfirgangs og ofríkis Hansamanna. Getið er óspekta
útlendra kaupmanna, er lágu með 6 skipum í Vestmanna-
eyjum árið 1397, sbr. Nýja annál og Gottskálksannál. Getur
hér naumast verið um að ræða aðra kaupmenn útlenda en
Englendinga. Samkvæmt málvenju þeírra tíma var ekki titt
að taka svo til orða um Björgvinjarmenn. Og óspektirnar
einkenna jafnan að kalla má siglingu Englendinga hingað
til lands. Höfðu þeir og sjaldnast verzlunarleyfi frá kon-
ungi eða umboðsmanni hans, sem þá þótti þurfa. En ekki
er vafi á því, að enska verzlunin var mjög arðsöm þá
þegar, svo sem síðar varð raun á. Það er alls ekki óvar-
legt að ætla, að íslenzkur kaupmaður og skipseigandi, eins
og Einar Herjólfsson, muni hafa átt kost á því að fá allt
að því helmingi meira verð fyrir vöru sína, er hann sigldi
með hana til Englands beina leið héðan, heldur en ef hann
fór með hana til Björgvinjar og seldt þar farm sinn Hansa-
inönnum. En eins og kunnugt er var það ein hin drýgsta
tekjugrein Hansainanna, að kaupa íslenzka og norska skreið
í Björgvin og selja hana síðan drjúgum hærra verði á Eng-
landi og víðar. — Að öllu athuguðu virðist lang-sennileg-
ast, að Einar Herjólfsson hafi komið beina leið frá Eng-
landi með Pláguna miklu í skipi sínu, og hafi hún verið
angi af pest þeirri hinni skæðu, er gekk í Lundúnum og
sjálfsagt víðar á Englandi rúmu ári fyrr.
Telja má, að það verði sýnt með allgildum rökum, að
1) Sbr. orð Nýja annáls »á skipi því, er hann átti sjálf-
ur«, sem mundi alls ekki haft um norrænan mann, en oft komizt
líkt að orði um islenzka menn, er skip áttu, eða létu gjöra skip, t.
d. Lögmannsannáll, útg. Storms, bls. 286 (1400), bls. 291 (1415). Gott-
skálksannáll, útg. Storms, bls. 363 (1375) og viðar.