Skírnir - 01.01.1928, Síða 86
Skírnir)
Plágan mikla.
79
Plágan mikla haii komið til landsins á áliðnu sumri eða
undir haust 1402. Það er ekki ómerkilegt að vita það með
sæmilegri vissu, hvenær sóttin hófst fyrst, vegna þess, sem
síðar verður rakið um útbreiðslu hennar. Verður hér að
styðjast við frásögn annála. Svo segir Nýi annáll: »Síra
Áli Svarthöfðason deyði fyrstur af kennimönnum um haust-
ið«. Þetta er dálítið tvírætt og sker ekki úr. En rétt er að
beuda á það, að sú var jafnan raunin á, einkum í kaþólsk-
um sið, að bráðir sjúkdómar, svo sem pest, komu mjög
hart niður á kennimönnum, sem von var, er þeim bar
skylda til þess að þjónusta dauðvona menn. Mun og einnig
svo hafa farið hér á landi, að mannfallinu sneri skjótt á
hendur kennilýðnum, efiir það er Plágan hófst. Af orðum
Nýja annáls verður þó engan veginn fyrir það synjað, að
mannfallið hafi byrjað fyr um sumarið. En svo vill vel til,
að úr þessu verður skorið með all-mikilli vissu, með þvi
að bera saman heimilair. Vatnsfjarðarannáll eldri, sem að
vísu er yngri en Nýi annáll, en telst þó skilorð heimild og
fer að sjálfsögðu eftir eldri ritum, segir svo frá andláti
Ála prests, að hann hafi dáið á Botnsdal, og sveinar hans
sjö með honum, er þeir riðu frá skipi Einars Herjólfssonar
í Hvalfirði.1) Af þessu verður það ráðið, að Áli prestur hafi
tekið sóttina einn með fyrstu mönnum, er hann sótti hana
í sjáifa uppsprettuna, pestarskipið. Virðist þá einsætt, að
skilja beri orð Nýja annáls þannig, að Áli hafi andazt um
haustið, fyrstur kennimanna; og hefur hann verið einn hinn
fyrsti þeirra mörgu manna, sem Plágan mikla lagði í gröfina.
Vatnsfjarðarannáll segir berum orðum, að skip Einars
Herjólfssonar hafi legið í Hvalfirði, og sagan um Ála prest,
með öllum atvikum, styður þá sögu. Var og Hvalfjörður
enn um þessar mundir einna fremstur kaupstaða hér á landi.
Verður að telja það efalaust, að texti Nýja annáls sé hér
rangur, og nafnið Hval-Einar eða Hvala-Einar mislestur og
misskilningur þess manns, er tók afrit það af Nýja annál,
sem nú er farið eftir, og hefur í frumritinu staðið: Kom út
1) Sbr. Annálar 1400—1800 I. bd. bls. 9—10 (3. neðanmálsgr.).