Skírnir - 01.01.1928, Qupperneq 87
80
Plágan rnikla.
[Skírnir
i Hvalfirði Einar Herjólfsson. í samræmi við þetta hefur
höfundur Nýja annáls ekkert viðurnefni á Einari Herjólfs-
syni, er hann getur vígs hans tíu árum síðar (1412). Og
ekki hefur Vatnsfjarðarannáll það. En eigi þekkjum vér nú
fleiri heimildir, sem upphaflegar sé, er geta Einars í sam-
bandi við Pláguna, eða telja atvik til þess, hversu hún barst
hingað, eða hvar hún kom að landi. Af því, sem síðar verður
rakið um gang Plágunnar, verður það næsta augljóst, að
hún átti upptök sín fyrir neðan Hellisheiði, en ekki t. d.
á Eyrum, og styður það fullkomlega frásögn Vatnsfjarðar-
annáls. —
Aðal-heimild um það, með hverjum atburðum Plágan
mikla barst hingað til lands, er Nýi annáll. Verður að telja
frásögn hans að öllu leyti markverða, því að eigi verður annað
ætlað, en að hann sé ritaður mjög samtíma þeim atburðum,
sem hann skýrir frá. En að vísu hefur hann geymzt í hálf-
slæmu afriti frá síðara hluta 16. aldar, og hafa þar slæðzt
villur inn, svo sem fyr var bent á um viðurnefni það, er
hann gefur Einari Herjólfssyni. Þykir rétt að láta frásögn
annálsins haldast orðrétta og í heild, enda er ekki um aðra
frásögn að ræða, sem nokkurs sé verð. Þar segir svo —:
[1402] . . . item kom út Hval-Einar Herjólfsson með það
skip, er hann átti sjálfur. Kom þar út í svo mikil bráða
sótt, að menn lágu dauðir innan þriggja nátta, þar til er
heitið var þremur lofinessum með sæmilegu bænahaldi og
ljósbruna; item var lofað þurföstu fyrir kyndilmessu, en
vatnfasta fyrir jól ævinlega; fengu síðan flestir skriftamál
áður en létust. Gekk sóttin um haustið fyrir sunnan land
með svo mikilli ógn, að aleyddi bæi víða, en fólkið var
ekki sjálfbjarga, það eftir lifði, í mörgum stöðum. Síra Áli
Svarthöfðason deyði fyrstur af kennimönnum um haustið,
og þar næst bróðir Grímur, kirkjuprestur í Skálholti, síðan
hver eftir annan heimapresta; síra Höskuldur ráðsmaður á
jóladaginn sjálfan. Aleyddi þá þegar staðinn að lærðum
mönnum og leikum, fyrir utan biskupinn sjálfan og ij leik-
menn. — [1403] Manndauðaár hið mikla á íslandi.1) Obi-
1) Sbr. DI. III. 683 »pláguveturinn«, þ. e. veturinn 1402—31