Skírnir - 01.01.1928, Blaðsíða 88
Skírnir]
Plágan mikla.
81
tus Páls ábóta í Viðey og herra Þorsteins frá HelgafellL
Obitus herra Runólfs af Þykkvabæ og vi bræðra, en aðrir
vi lifðu eftir. Obitus Halldóru abbadísar í Kirkjubæ og vif
systra, en vi lifðu eftir. Vígð frú Guðrún abbadís Halldórs-
dóttir. Eyddi staðinn þrjá tíma að manfólki, svo að um síðir
mjólkuðu systurnar kúfénaðinn, þær er til voru, og kunnu
flest-allar litið til, sem von var, er slikan starfa höfðu aldrei
fyrri haft. Komu þar til kirkju hálfur átti tugur hins sjöunda
hundraðs dauðra manna svo talið varð, en síðan varð ekki
reiknað fyrir mannfjölda sakir; svo deyði margt síðan. Item
hið sama ár eyddi staðinn í Þykkvabæ þrisvar að mannfólki,
svo ekki var eftir nema ij bræður svo heima væri og einn
húskarl staðarins, og bar hann matinn fyrir þá, og þá til komu.
Obitus herra Þorsteins ábóta að Helgafelli og Gísla Svarts-
sonar frá Reykhólum, Jóns Guttormssonar í Hvammi og Þórð-
ar undan Núpi og Páls Þorvarðssonar frá Eiðum austan og
Cecilíu Þorsteinsdóttur hans húsfrú . . . [1404] Manndauða-
vetur hinn síðari. Eyddi þá enn staðinn í Skálholti þrjá tima
að þjónustufólki. Deyði þar þá þrir prestar og mesti hlutur
klerka; ij prestar lifðu eftir: bróðir Þorfinnur kirkjuprestur
og Þórarinn prestur Andrésson, er þá var capellanus herra
Vilchins. — Þannig er frásögn Nýja annáls. Gottskálksann-
áll og Skarðsárannáll hafa hér eiginlega engu við að bæta..
Þeir sýna raunar aðeins, hversu nauða-lítið fræðimenn á
16. og 17. öld vissu um Pláguna miklu, ef þeir þekktu þá
ekki Nýja annál og frásögn hans. Gottskálksannáll segir
svo —: [1402] Mikla plága. Þó xv færi til graftar mefr
einum kom ei heim nema iiij. [1403] Heitið mörgum
föstum og söngum og Maríugöngum og gefa til Guðmund-
arskríns. — Skarðsárannáll fer hér að því er virðist alveg-
eftir Gottskálksannál, en ruglar þó sem viðar ártali. Þar
segir svo: [1401] Hófst mikil plága á íslandi. [1402]
Stóð yfir á íslandi og gekk sú mikla plága; þó 15 færi til
graftar með einum, komy ei heirn nema fjórir. Þá var heitió
mörgu: föstum og psaltara talnasöngum, Maríugöngum og
sbr. enn DI. III. 715, »pláguárið« (1403), DI. IV. 498; DI. IV. 533 »plágu-
veturinn«; DI. III. 739 »manndeyðahaustið seinnara« (haustið 1403).