Skírnir - 01.01.1928, Síða 90
SkírnirJ
Plágan mikla.
83
merkasti maður á sinni tíð, góður sagnritari og að sjálf-
sögðu vel að tíðindum kominn, er hann var trúnaðarmaður
Hólabiskups, sem var norskur, en sjálfur kunnugur í Noregi.
Hann segir svo frá: »Það var kyn sóttarinnar, að menn lifðu
-eigi meira en eitt dægur, með hörðum stinga. Eftir það setti
að blóðspýju og fór þar öndin með sinn veg«. Með líkum
hætti gekk Svarti dauði á Englandi. Það er eftirtektarvert,
að í öllum þessum löndum, sem nú voru nefnd, Englandi
og Noregi 1348—1349, og á íslandi 1402—1404, byrjar
pestin að ganga undir haust og snýst upp í lungnapest. Er
það ætlun sumra manna, að því hafi valdið kuldaveðrátta
haustsins og veturinn. Hins vegar er .svo að sjá, að heldur
hafi sjatnað ofsi pestarinnar er frá leið, og er það ekki
ótítt um slíkra faraldra, að þeir fari dvínandi eftir hina
fyrstu hríð, og verður slíkt víst ekki allskostar þakkað áheit-
um á helga menn, messusöngum eða bænagerðum.
Erfitt er að rekja feril Plágunnar um landið. Er þar við
fátt annað að styðjast en heitbréfin norðlenzku og frásögn
Nýja annáls. Minna verður treyst á það, þótt kunnugt sé
um andlát manna þessi ár, því að þótt verið geti, að slíkt
gefi bendingu um Pláguna og feril hennar, þá gátu fleiri
verið dauðameinin en hún. Svo virðist sem Plágan hafi
dreifzt frá upptökum sínum í Hvalfirði suður yfir heiði og
svo austur um sýslur, allt austur í Skaftafellssýslur. En
jafnframt berst hún vestur sveitir og norður yfir Holta-
vörðuheiði, og svo vestan eftir sveitum norðanlands, allt
austur á Fjörðu. En önnur kvísl Plágunnar greinist um Vest-
fjörðu. Er helzt svo að sjá, að síðara hluta árs 1403 sé
plágan komin um allt land, og virðist hún þá magnast á
ný undir veturinn. Er það alkunnugt háttalag pestarinnar
enn í dag, að hún ríður yfir í öldum, og gýs upp með
auknu forsi á ýmsum þeim stöðum, er hún hafði áður farið
létt yfir, eða gengið fram hjá með öllu.
Af Nýja annál má sjá það, að Plágan gekk sem óðast
fyrir sunnan land, þ. e. í Árnes- og Rangárþingi, Kjalar-
nesþingi, og líklega Borgarfirði, um haustið 1402 og svo
fram til jóla. Um jólaleytið er sem mest mannfallið af Plág-
6*