Skírnir - 01.01.1928, Page 91
84
Plágan mikla.
[Skírnir
unni á biskupsstólnum í Skálholti, svo að »aleyddi þá þegar
síaðinn af lærðum mönnnum og leikum, fyrir utan biskupinn
sjálfan og tvo leikmenn«. Hefur það verið ógurlegt afhroð, því
að sannlegt er að ætla, að á þessum hæsta höfuðstað lands-
ins hafi ekki færra fast heimilisfólk verið en 120 til 150 manns.
— Snemma í nóvembermánuði eru menn farnir að ugga um
sinn hag norður í Húnaþingi, og hefur þar þá verið kom-
inn illur kvittur um inannfallið syðra, en ef til vill hefur
sjálf drepsóttin ekki verið komin þá norður yfir Holta-
vörðuheiði. 7.—13. nóv. gera þau reikningsskilabréf sín á
milli Þórður officialis Þórðarson á Höskuldsstöðum og fylgi-
kona hans, Valdís Helgadóttir. En 9. nóv. gefur Valdís
kirkju á Þingeyrum jörðina Ytri-Ey á Skagaströnd, »svo
framt að hún andaðist úr sótt, er þá gekk yfir landið*.1)
Skömmu síðar er Plágan víslega komin norður, og líklega
hafa þau Þórður og Valdís bæði andast úr sóttinni fyrir
jól 1402.
Um jólaleyti 1402, á sama tíma og mannfallið stóð
sem harðast yfir í Skálholti, var samkoma mikil á Grenj-
aðarstöðum og efnt til mikilla heita af allri alþýðu. Er heit-
bréfið enn til. Segir þar svo að upphafi —: »Anno domini
m.°cd.°ij.° á jóladag fyrsta á Grenjaðarstöðum var heitið svo
felldu heiti af öllum almúga þeim, sem þar var þá staddur
.......sérlega móti þeirri ógurlegri drepsótt, sem þá fór
vestan eftir landinu, í hverri mikill fjöldi lærðra og leikra,
ríkra og fátækra, fyrir sunnan land, í Húnaþingi og Skaga-
firði þá þegar með fljótum atburðum andast hafði, svo að
víða var aleytt, bæði af prestum og leikmönnum . . ,«2)
Ætla má, að heit þessi hafi verið gerð að hvötum og for-
sjá Steinmóðar prests og officialis Þorsteinssonar, er þá
hélt Grenjaðarstaði. En talið er, að hann muni sjálfur hafa
andast í Plágunni, líklega síðara hluta vetrar eða undir vor
1403. Svipað heitbréf var gert á Munkaþverá í ársbyrjun
1403 . . . »með sambæn . . . í móti þeim hræðilega mann-
dauða, sem þá stóð harðast yfir, að guð með sinni náA
1) DI. III. bls. 676 -678, sbr. DI. III. bls. 683-684.
2) DI. III. bls. 680-683; sbr. DI. XI. bls. 4-6.