Skírnir - 01.01.1928, Side 92
Skírnir]
Plágan mikla.
85
skyldi þar nokkra miskunn á gjöra«. Þessi orð, »sem þá
stóð harðast yfir« gæti ef til vill bent til þess, að Plágan
hafi þá verið komin norður yfir Öxnadalsheiði, er heitið
var gjört.
Samkvæmt heitbréfinu á Grenjaðarstöðum var stofnað
til mikillla heitgangna í þeim vændum, að drægi úr ofsa
drepsóttarinnar. Skyldi Þingeyingar norðan Reykjaheiðar
ganga til Múla, en innan Reykjaheiðar skyldi menn ganga
til Munkaþverár. Eyfirðingar og Húnvetningar skyldi ganga
til Hóla. En Skagfirðingar til Munkaþverár eða Þing-
eyra. Líklegt má þykja, að heitgöngur þessar hafi að lítilli
framkvæmd orðið vegna manndauðans, sem brátt dundi
yfir. En að sjálfsögðu hafa þær stutt að útbreiðslu pestar-
innar, hafi þær einhverjar verið. — Nýi annáll kallar árið
1403 »manndauðaár hið mikla«. Verður og ekki annað séð
en að pestin hafi þá staðið yfir um allt land. Deyr þá Páll
ábóti í Viðey og Þorsteinn ábóti á Helgafelli, Jón Gutt-
ormsson í Hvammi, bróðir Lofts ríka, Gísli Svartsson á
Reykjahólum, Þórður Sigmundsson á Núpi í Dýrafirði, Páll
Þorvarðsson á Eiðurn austur og kona hans, Halldóra abba-
dis í Kirkjubæ og Runólfur ábóti í Þykkvabæ, og margt
fleira stórmenni. Talið er og, að Halldór prestur Loftsson
hafi andast í Plágunni, og má það rétt vera. Er sálugjafa-
bréf hans gert á Möðruvöllum, 8. des. 1403, líklega rétt
fyrir andlát hans. En líklegt má þykja, að þá hafi Plágan
verið rokin að mestu af nyrðra. Síðar um veturinn 1404
er pestin enn komin í Skálholt, og er þá sem grimmust.
En eigi er hennar getið síðan, og verður að ætla, að hún
hafi með öllu rokið af á útmánuðum eða undir vor 1404,
oftir nærfellt tvö ár.
Það er og verður óráðin gáta, hversu margt manna
hafi látizt hér á landi í Plágunni miklu. Eftir lýsingu ís-
lenzkra annála á pestinni í Noregi 1349 var það lengi ætl-
vn manna, að þar hefði látizt tveir þriðjungar landsfólks-
ins. En nú er það talið sönnu nær, að eigi hafi mannfallið
numið meiru en þriðjungi þjóðarinnar.1) Hér á landi hefur
1) Sbr. Historisk Tidsskrift II. R. 3. Bd. Chria 1882, bls. 380—387.