Skírnir - 01.01.1928, Side 93
86
Plágan mikla.
[Skírnir
manndauði varla verið minni. En alveg mun það út í blá-
inn talað, er Jón Espólín telur, að dáið hafi i Plágunni tveir
þriðjungar landsmanna. Hann telur einnig svo, að um alda-
mótin 1400 hafi verið hér á landi 120 þúsundir manna.
En það er sömuleiðis ágizkun ein, og vafalaust of hátt.
Því miður eru ekki til neinar nákvæmar skýrslur um mann-
tal á íslandi á fyrri öldum. Þó eru til tvær manntalsskrár,
sem talsvert má styðjast við. Er önnur tala bænda, sem
þingfararkaup eiga að greiða, sem talið er, að gjörð hafi
verið að tilhlutun Gizurar biskups ísleifssonar um það biE
er tíundarlögin elztu voru sett, 1095—1096. Hin er skatt-
bændatal 1311. Dr. Björn M. Ólsen ritaði all-ítarlega um
manntöl þessi í Safni til sögu íslands IV. bindi, og sam-
kvæmt rannsókn hans var mannfjöldi á íslandi 1095: 77520,
en 1311: 72428 menn. Nærri má geta, að ekki fæst ná-
kvæmt manntal af skrám þessum, og veldur þar mestu unv
að tala skattbænda hlaut mjög að breytast frá ári til árs„
eftir árferði. En hér skortir fleiri skýrslur til samanburðar,.
svo að hægt væri að fá út sæmilega öruggt meðaltal skatt-
bænda um þetta bil. Sömuleiðis getur það lengi orkað tví-
mælis, hvort rétt hlutfall fáist milli skattbænda og annara
landsmanna. En mjög mikið getur oltið á því, hvort t. d-
er reiknað með hlutfallinu 1 :19 eða 1 :29. Annars er ekki
unnt að gjöra hér rökstudda athugasemd við rannsóknir
dr. Ólsens, og er það ærið viðfangsefni eitt sér. En það
er ætlun mín, að manntalið 1095 sé talsvert of lágt, en
síðara manntalið, 1311, nær hófi. Ætla má, að fremur hafi
fólki fjölgað á 14. öld hér á landi, og hafi hér verið eigi
færra en 75—80 þús. manna um 1400. Sé gjört ráð fyrir
svipuðu afhroði í Plágunni og varð í Noregi 1349, hafa
40—50 þús. lifað hér eftir, en látizt allt að 40 þús. manna,.
og er það sannlegt. En jafnan verður slíkt manntal ágizkun
ein, að kalla má.
Því má geta nærri, að slík drepsótt sem þessi hafði
margháttuð áhrif á þjóðhagina. Þess ber þó vandlega að
gæta, að í þann mund, sem Plágan gekk yfir, voru hér í
aðsigi stórfelldar breytingar á atvinnuhögum landsmanna-