Skírnir - 01.01.1928, Page 94
Skírnir]
Plágan mikla.
87
Hefi ég gjört stuttlega grein fyrir því á öðrum stað og vís-
ast hér til þess.1) Og vafalaust er rétt að eigna Plágunni
nokkurn þátt í því, hve hraðfara og róttækar þær breyt-
ingar _ur.ðu.
Af mannfallinu leiddi einkum þrennt: skortur varð á
vinnukrafti og fór hækkandi kaupgjald verkafólks. Jarðir
eyddust og féllu í verði og landskuld lækkaði til mikilla
muna. Loks olli Plágan all-mikilli fjárhagsröskun beinlínis,
bæði á þann hátt, að fjársafn mikið í erfðum bar undir ein-
staka menn, er þeir erfðu marga og auðuga frændur sína;
því að ekki er ástæða til þess að rengja mjög það, sem
fyrri menn hafa. á lofti haldið um þetta, þótt eigi verði nú
með rökum sýnt. Miklu affararíkari varð þó hin gifurlega
aukning kirkjufjánna að löndum og lausum aurum, er Plágan
olli beinlínis. En auk þess varð verðrýrnun jarðeignanna
óbeinlínis til þess að greiða fyrir því, að bæði kirkjan og
einstakir menn næði eignarhaldi á jörðum, meir en dæmi
voru áður til.
Því miður eru gögn um verkkaup og kjör vinnufólks
á fyrri öldum mjög strjál, og torvelt að gjöra sér ljósa og
rökstudda grein fyrir slíku. Er og hvergi nærri lokið rann-
sóknum um þetta efni, og skal því ekki farið út í það hér.
Þess má aðeins geta, að verkkaup virðist hafa verið lágt
fram að 1400. En það ræður af líkum, að aðstaða vinnu-
fólks breyttist mjög við Pláguna. Bæði varð hörgull á vinnu-
fólki hjá bændum þeim, sem við bú héldu, og sömuleiðis
vildu þeir, sem áttu jarðir, er eyðzt höfðu í Plágunni, fá
þangað ábúendur. Er ekki ósennilegt, að all-mikill fjpldi
fólks, sem áður var í vinnumennsku, hafi þá byrjað bú-
skap. Því að þótt eignir væri löngum litlar, þá var nú
bæði, að landskuld lækkaði, og jafnframt varð það nú
mjög alsiða, að leigja kvikfé með jörðum. Á þennan
hátt unnu jarðeigendur að nokkru upp lækkun landskuld-
anna, er kúgildaleigan var talsvert hærri en landleig-
an, og jafnframt tryggðu þeir sér ábúð á jörðunum, þvÉ
1) Vaka II. árg. bls. 17-53.