Skírnir - 01.01.1928, Side 95
88
Plágan mikla.
[Skírnir
að það var raunar mjög auðvelt að hefja búskap á jörðum,
er þeim fylgdi þriðjungur eða helmingur áhafnar. Að vísu
er ekki rjett, að telja innstæðukúgildi með jörðum upp
komin eftir Pláguna. Sú venja er eldri, og virðist hafa náð
all-mikilli hefð á síðara hluta 14. aldar. En eftir 1400 má
kalla, að það verði algild regla að leigja kvikfé með jörð-
um. En þótt regla þessi væri ekki allskostar óhagkvæm
stundum og jafnvel mjög hentug einstaka sinnurn, þá varð hún
hálfgjört þjóðarböl er til lengdar lét. Því að af henni leiddi
það, að fjöldi bænda nálgaðist það æ meir að verða eigna-
lausir leigumenn, sem urðu að taka að sér og ábyrgjast
leigufénað þennan og hafa það mest sér til handa fyrir
starf sitt og áhættu, sem afgangs varð leigunni, sem raunar
var okurleiga. En þessara ókosta gætti einkum, er frá leið.
— Annað dágott vitni um breytta aðstöðu vinnufólks eftir
Pláguna er Alþingissamþykkt um vinnufólk frá 1404. *) Má
af henni ráða, að þá þegar hefur ráðamönnum landsins þótt
nauðsyn til bera að setja skorður við þvi, að bændur biði
upp kaup við vinnumenn, og sömuleiðis er þar reynt að
slá varnagla við því, að vinnumenn ráði sig í hálfgildis
húsinennsku hjá bændum, fái að hafa fénað sjálfir og vinna
svo aðeins að nokkrum hluta hjá bónda. Má geta því nærri,
að slík ákvæði hafi ekki náð fullri framkvæmd, enda bætti
ekki um, að um þetta leyti tók sjósókn að vaxa, og varð þá
enn ineiri eftirspurn eftir vinnukrafti. Er rétt að benda á
það, að á Englandi hafði Svartidauði 1348—49 sainskonar
áhrif, og þó öllu meiri, á kjör vinnufólks, svo að kalla má,
að þar yrði regluleg bylting í þeim efnum. Kvað svo rammt
að fólkseklu eftir pestina þar og víðar, að menn voru fluttir
alla leið austan úr Svartahafslöndum og seldir mansali.1 2)
Hélzt fólksekla þessi fram á 15. öld og er þess auk heldur
getið í bréfum, að enskir kaupmenn og duggarar rændu
1) Lovsamling for Island I. bls. 34—35.
2) Geschichte der epidemischen Krankheiten von H. Haeser
bls. 146-147.