Skírnir - 01.01.1928, Page 96
Skirnir]
Plágan mikla.
89
mönnum og keyptu hér. Var það atferli illa þokkað og
bannað stranglega.
Sökum þess, hve lítið er varðveitt af skýrslum og bréf-
um frá fyrra hluta 15. aldar, verður tæplega sýnd með næg-
um rökum landauðn sú, er Plágan mikla olli. Eins og
kunnugt er, er mikill fjöldi eyðibýla víða um land og jafn-
vel auð byggðarlög. Er það mjög títt, að alþýða manna
telji bæi þessa og byggðir hafa eyðzt í Svarta dauða, en
lítt er slíku að treysta, og stundum verður það sýnt ber-
lega, að þetta er rangt.1 2) ítarleg rannsókn á sögu einstakra
héraða og sveita myndi í mörgum greinum geta varpað
ljósi yfir eyðibýlin fornu og sögu þeirra. En meðan þær
rannsóknir eru ógjörðar er bezt að bollaleggja sem fæst
um þessa hluti. Þeirn, sem kynnt hafa sér hagsögu vora,
mun þó virðast all-inikil líkindi til þess, að landauðn sú,
er Plágan olli, hafi bætzt furðanlega á 15. öld, fram til
Plágunnar síðari, svo að í raun réttri stafi ekki mjög mikið
af eyðibýlum hér á landi beinlínis frá Plágunni iniklu. Verð-
ur þetta meðal annars ráðið af því, að þar sem skýrslur
eru til um eyðingu jarða af völdum Plágunnar (og ef til
vill meðfrain af bólu þeirri hinni skæðu, er hér gekk
1431—32), þá virðist bygging slíkra jarða að mestu eða
öllu vera komin í gott lag, er líður fram yfir 1460. Þótt
skýrslur þessar sé ekki margar, og flestar af Norðurlandi,
þyk r rjett að víkja að þeim nokkrum. orðum.
Til er brot af vísitatíugjörðum Jóns biskups Vilhjálms-
sonar á Hólum 1429, 1431 og 1432. Þessar vísitatíugjörðir
eru ekki alls-ófróðlegar um landauðn af Plágunni. Skal hér
greint hið helzta, er skrár þessar herma uin það efni. 1429
voru 5 bæir byggðir af 16, er lágu að lýsitollum til Urða-
kirkju í Svarfaðardal. En tveim árum síðar, 1431, eru byggðu
bæirnir taldir 6, og hefur þá einn risið úr rústum síðan 1429.3)
1) Sbr. DI. IV. bls. 324—334.
2) T. d. Langivatnsdalur sbr. DI. IV. bls. 184.
3) DI. IV. bls. 372, 464.