Skírnir - 01.01.1928, Side 97
90
Plágan mikla.
jSkírnir
í vísitatíugjörðunum frá 1431 er getið eyðibæja þar, sem
ekki er eyðibæja getið 1429, hvort sem það hefur láðst
þá, eða hér er um að ræða landauðn af bólunni 1431,
en það er ólíklegra. Þá liggja til Upsakirkju 6 bæir, og
eru 3 byggðir en 3 óbyggðir.1) í Árskógssókn eru 5 bæir
í eyði af 15.2) Laufáskirkja á þá fimm jarðir og eru þar af
þrjár í eyði. Af 13 bæjum, er lágu til Staðar í Kinn, voru
þrír í eyði. Af 17 jörðum Grenjaðarstaða voru 15 byggðar.
Af 6 bæjum, er lágu til Helgastaða í Reykjadal, voru þrír
i eyði 1431.3) Árið 1432 lágu til Auðkúlu í Svínadal Iýsi-
tollur af 8 bæjum og voru 2 í eyði. En til Breiðabólstað-
ar í Vesturhópi lágu 13 bæir og voru 6 í eyði.4) Um
skýrslur þessar er það að athugavert, hve auðnin er mikil
i Svarfaðardal, og yfirleitt er landauðn þessi mikil, ekki
sízt er þess er gætt, að um þetta leyti er liðinn aldarfjórð-
ungur frá því Plágan gekk, og árferði gott lengst af þann
tíma.
í skýrslum um eignir klaustranna nyrðra frá 1446—1447
getur margra eyðijarða. Þá á Munkaþverárklaustur 6 jarðir,
er það fær enga leigu af, en af ýmsum jörðunum er leig-
svo lág, að búskapur virðist hafa verið þar litill eða eng-
inn.5) Þá á og Reynistaðarklaustur 7 jarðir, byggðar til
lítillar leigu, en aðrar jarðir klaustursins eru sumar sýnilega
byggðar úr auðn, byggðar um þrjú ár með hækkandi leigu.6)
En verst er þó komið fyrir Möðruvallaklaustri. Þar eru
taldar 34 byggðar jarðir, en í eyði 28, þó leigðar sumar.
Samt eru XII (?) jarðir í Grímsey taldar í eyði sem ein
jörð.7) Rétt er að geta þess, að eyðing Grímseyjar og lík-
lega fleiri jarðeigna Möðruvallaklausturs mun stafa frá hern-
aði Englendinga nyrðra 1424. Því má nærri geta, að dæmi
1) DI. IV. bls. 465.
2) DI. IV. bls. 466.
3) DI. IV. bls. 466-468.
4) DI. IV. bls. 512—513.
5) DI. IV. bls. 699-700.
6) DI. IV. bls. 701—702.
7) DI. IV. bls. 711-712.