Skírnir - 01.01.1928, Blaðsíða 98
Skirnirj
Plágan mikla.
91
þessi sýna mjög lítið af landauðn Plágunnar, því að ætla
verður, að mjög hafi verið farið að jafnast yfir hana um
þetta bil. Og þó er hér enn allmikið skarð fyrir skildi.
Af öllu því, sem hér hefur verið talið, má sjá þess
vott, að Plágan hefur komið misjafnlega þungt niður á hér-
uðum. T. d. má benda á það, að af öllum jörðum Guð-
mundar hins ríka Arasonar virðast einar þrjár vera í eyði
1446.1) En einna átakanlegast vitni um þá auðn, er hér
varð í sumum sveitum eftir Pláguna, er að finna í afhend-
ingarbréfi Reynistaðarklausturs 1408, fjórum árum eftir Plág-
una. Þar segir svo: ». . . í landskyldir að heimta hálft sjö-
unda hundrað«.2) Mér virðist vafalaust, að þessi orð beri að
skiljast svo, að landskuld af öllum jarðeignum klaustursins
nemi þessari upphæð. En af því að vér vitum meira um jarð-
eign Reynistaðarklausturs en flestra annara klaustra eða
kirkna, er auðvelt að fá all-greinilega hugmynd um þá eyði-
leggingu, sem Plágan hefur leitt yfir sveitir, þar sem jarðir
klaustursins lágu. Vér vitum, að 1295, þegar klaustrið var
stofnað, voru landskuldir af jarðeignum þess 46 hdr.3) En
1315, eftir harðindi og manndauða, sem þá haiði gengið,
var landskuldin alls 36 hndr.4) Nú er það vafalaust, að bæði
hefur landskuld af jörðum þessum náð sér, er leið á 14.
öld, og nýjar jarðir bætzt við, svo að ósannlegt er að ætla,
að tekjur klaustursins af jarðeignum þess hafi verið minni
vorið 1402 en 46 hdr., eða jafnt því, sem var 1295. Hefur
þá landskuldin fallið í Plágunni um 6h hluta og er það
geysi-mikið. En minna má á það, að landauðnin í Urða-
sókn, sem fyr var getið, nam enn, 20 árum eftir þetta,
fullum 2/3 sóknarinnar. Og af skýrslu þeirri um jarðir Reyni-
staðarklausturs 1446, sem fyr var getið, má ráða, að þegar
1429 hafi verið komið talsvert í horf um bygging hinna
eyddu jarða klaustursins.
Þess var áður getið, að bygging la^dsins hefði ná5
1) DI. IV. 684-694.
2) DI. III. bls. 718.
3) DI. II. bls. 300-302.
4) DI. II. bls. 398-399.