Skírnir - 01.01.1928, Blaðsíða 99
92
Plágan mikla.
|Skirnir
sér furðanlega eftir Pláguna, svo að henni hafi verið komið í
svipað horf og áður, er leið fram um 1460 og til Plág-
unnar síðari. Má til dæmis nefna það, að árið 1461 eru
15 bæir byggðir í Urðasókn, í stað 5 árið 1429.1) Kemur
það víðar fram, að kappsamlega var að því unnið, að reisa
byggðina úr rústum. Árið 1475 er virt bót sú, er séra Jón
Broddason hafði gjört á Hrafnagili. Hafði hann byggt upp
4 jarðir staðarins að öllu, er áður lágu i eyði, húsalausar,
en hina fimmtu byggði hann upp að nokkuru leyti.2) Lík-
legt verður að telja, að þessar jarðir hafi legið í eyði síðan
Pláguna.
Rannsókn um landskuld á jörðum Hólastóls 1388, 1449
og 1550 gefur all-ljósa hugmynd um áhrif Plágunnar á bún-
að og leigukjör, einkum um Skagafjörð. Virðist mega af
henni ráða, eigi síður en dæmum, sem fyr var getið, að
mjög hafi verið farið að sléttast yfir áhrif Plágunnar um
miðja 15. öld. Að vísu getur jarða 1388, sem eru í eyði
1449 og byggjast aldrei síðan, en þær eru fáar. Landskuld
fellur yfirleitt um 25—33°/0 frá 1388 til 1449, en mun hafa
hækkað heldur á síðara hluta 15. aldar. Aftur sýnir það
greinilega áhrif Plágunnar síðari og harðindanna um og
eftir 1500, að 1550 er landskuld yfirleitt lægri, 55 árum
eftir Pláguna síðari, heldur en 1449, 45 árum eftir Plág-
una miklu.3)
Að lokum skal hér sett skýrsla um Ieigu af 15 jörð-
um Reynistaðarklausturs, sem sýnir all-ljóslega, hvert horfði
um búnaðar- og landshagi frá 1295 til 1845. Það er at-
hugavert við skýrslu þessa, hversu mörg kúgildin verða,
er jörðum þessum fylgja, á 15. öld. Niðurstaðan af skýrslu
þessari, um leigugildi jarðanna, er mjög hin sama og fæst
af rannsókninni um leigu af jörðum Hólastóls, og fyr var
getið. Það virðist því óhætt, að taka hana sem talandi vott
um landshagi vora yfirleitt, fyrst og fremst að því er við
kemur búnaðarhögunum.
1) DI. V. bls. 259, sbr, einnig DI. V. bls. 342.
2) DI. V. bls. 316—317.
3) DI. III. bls. 407 -413; DI. V. bls. 35—41; DI. XI. bls. 858 o. áfr.