Skírnir - 01.01.1928, Qupperneq 100
Skirnirj
Piágan mikla.
93
Lunclskuld af 15 jörðum Reynistuðarklausturs 1295—1845.
1295 er landskuldin 34 hdr.
1315 - — 27 —
(1408 - — 6,5 — kúg. 39)
1446 - — 23 — — 101
1845 - — 10,33 — — 40
Ef til vill er það sorglegasti vottur skýrslu þessarar,
þótt raunar komi ekki þessu efni við, að hún sýnir svart
á hvítu, að Plágan mikla, bólan 1431, Plágan síðari og allar
hörmungarnar á fyrstu tugum 16. aldar, hnekktu þó ekki
meira atvinnu þjóðarinnar og efnalegum þrótti en fjárstjórn
Dana hér á landi gerði síðan, fram undir miðja 19. öld.
Hvort þetta um sig hnekkir atvinnu landsmanna svo, að
allar jarðeignir í landinu falla í verði um 33°/0, eða því
sem næst, eða um 66°/0 samanlagt. —
Það er alkunna, að drepsóttir miðaldanna, einkum
pestin, höfðu geysi-mikil áhrif á aldarfarið. Þær voru mönn-
um sífelld áminning um fallvelti heimslánsins og dauðans
óvissa tíma. Enginn gat nokkuru sinni verið fullkomlega
óhultur um sína hagi. Slíkt hlaut að hneigja hugi manna
frá heiminum, eða gera þá harðgeðja og sljóa fyrir
þjáningum annara. Kemur þetta fram á ýmsan hátt.
En einna affararikust afleiðing pestar-faraldranna, undir
þessa grein, er aukning kirkjufjánna og þar með kirkju-
valdsins.
Það er venja að telja svo, að veldi kirkjunnar hér á
landi hefjisf með Árna biskupi Þorlákssyni, kristinrétti hans
og úrslitum staðamála 1297. En þótt það megi til sams
vegar færa, er það efalaust, að plágur 15. aldar áttu drýgst-
an þátt í því, beinlínis og óbeinlínis, að auðga kirkjuna.
Sökum þess, að þetta efni er enn ekki rannsakað til hlítar,
verður ekki farið nánar út í það hér. Aðeins skal á það
bent, að hér er ekki um eins dæmi að ræða. í öllum lönd-
um má kalla, að bóli á þessu, en líklega óvíða eins og hér,
nema ef til vill á Englandi. Þar auðgaðist kirkjan afskap-
lega á hrellingum pestar-óttans, svo að kalla má, að lítt
yrði þolandi til lengdar.