Skírnir - 01.01.1928, Síða 101
94
Plágan mikla.
[Skirnir
Mér þykir rétt, áður en skilizt er við þetta efni, að
minnast stuttlega á þann mann, sem kalla má, að helzt
komi hér við sögu: Einar kaupmann Herjólfsson. En því
miður er harðla fátt um manninn kunnugt. Þau urðu enda-
lok Einars, að hann var stunginn í hel með knífi í kirkju-
garðinum á Skúmsstöðum í Landeyjum, á uppstigningardag
1412 (Nýi annáll). Nánari atvik eru ekki kunn, og kalla má,
að mönnum sé' nú ekkert kunnugt um ævi Einars nema
þau tvö meginslys, er hann henti; hið fyrra, er hann flutti
hingað FMáguna miklu, og síðar hitt, er hann var sjálfur
drepinn heiftugri hendi, um ókunnar sakir. Hitt er vafalaust,
að hann var auðugur maður og að líkindum mikils háttar.
Á það bendir skipaeign hans, sem kalla má, að sé eins
dæmi um islenzkan mann um þessar mundir. Áður var
bent á líkur til þess, að Einar hafi ef til vill átt nokkurn
þátt í því, er siglingar tókust milli Englands og íslands um
aldmótin 1400. En trauðlega verður það nokkru sinni sann-
að. Einars Herjólfssonar er getið aðeins einu sinni í bréf-
um, svo að ég hafi fundið. Er hann talinn meðal manna
innlendra og norrænna, er samkykktu úrskurð Odds lög-
manns Þórðarsoar á Alþingi, 3. júlí 1409, um flutning á
konungsgóssi til Noregs með kaupskipum frá íslandi.1) Eru
þar taldir flestir hinir helztu menn landsins. Er Einar tal-
inn næstur á eftir tveimur kaupmönnum, norskum, að því
er ætla verður, en fyr og síðar eru taldir ríkir bændur.
Verður reyndar ekki af þessu séð, hvort Einar hafi haldið
áfram kaupmennsku um þetta leyti eða ekki. En víg hans
á uppstigningardag 1412, sem fyr segir, bendir til þess, að
hann hafi a. m. k. haft vetursetu hér á landi það ár, og þá
líklega átt heima í Árnes- eða Rangárþingi. Og ef til vill
hefur hann verið kynjaður af þeim slóðum. Þess er til
gelið, að bróðir Einars hafi verið Geirmundur Herjólfsson,
sem kemur við bréf á fyrra hluta 15. aldar. Mun hann hafa
búið vestra. En vel gat hann hafa flutzt þangað t. d. vegna
kvonfangs. Hefur hann verið merkur maður, efalaust vel
1) DI. III. bls. 722—723.