Skírnir - 01.01.1928, Page 105
98 Um rannsóknir í Öskju sumarið 1923. [Skirnir
nefnist Frambruni. Er það að líkindum yngra en Hellurnar,
og ber jaðar þess nokkuð hærra. Er hraunbreiða þessi
óslitin frá Dyngjufjöllum ytri suður að Trölladyngju og
þaðan mun hraunið vera runnið, eða ef til vill að nokkru
leyti úr öðrum gígum þar í grennd. Úr Frambruna-hrpun-
breiðunni kvíslast hraunálmur niður með Suðurá, ofan i
Bárðardal.
Norðaustanmegin við Hellurnar er og óslitið apalhraun,
er teygist langt til norðurs. Nefnist það Útbruni. Meiri hluti
þess mun vera runninn frá Kollóttu Dyngju. Norður af
henni eru og fleiri fornar eldstöðvar, sein hraun hafa runnið
frá (t. d. Hrútshálsar, Kerlingardyngja o. fl.). Ef til vill hafa
og hraunkvíslar fallið út í hraunhaf þetta frá lágri gíga-
röð millli Kollóttu Dyngju og Dyngjufjalla. Auk þess hafa
miklar hraunbreiður runnið frá gígum utan í Dyngjufjöllum
til norðurs og norðvesturs, saman við þessi apalhraun.
Er vér riðum um Hellurnar var bjart og fagurt veður.
Nutum vér hins bezta útsýnis um öræfin í kring. í norður-
átt gnæfðu SeUandafjall og Bláfell yfir Útbruna-hraun-
breiðuna. í austri blasti við Kollótta Dyngja. Bar hún hátt
yfir hraunhafið. Mótaði fyrir hinum ferlega gig í kolli
hennar; báru svartar brúnir hans við heiðan himininn. Yfir
öxl hennar, sunnan við gíginn, gægðist Herðubreið í fjarska,
eins og hún væri að forvitnast um ferðir vorar. Norðan
við dyngjuna sá í Herðubreiðarfjöll og Hvammsfjöll nokkru
norðar og vestar.
Suður frá dyngjunni gengur röð af lágum mishæðum
alt suður í Dyngjufjöll; er það gömul gígaröð, er Þorv.
Thoroddsen nefnir Dyngjutinda. í suðaustri fylla Dyngju-
fjöll útsýnið á löngu bili. Af Hellunum líta þau út eins og
langur og hár fjallshryggur. Sunnan við þau slitnar fjalla-
keðjan á kafla. Þá tekur við í hásuðri hin risavaxna hraun-
dyngja Trölladyngja, fögur og tignarleg, og ber af öllum
öðrum fjöllum í hinni víðáttumiklu hraunauðn suður-öræf-
anna, norðanmegin Vatnajökuls. Rétt við rætur hennar, sitt
hvorum megin, bólar á tveim fjöllum í baksýn, eins og smá-