Skírnir - 01.01.1928, Síða 106
Skírnir] Um rannsóknir i Öskju sumarið 1923. 99
peðum við fótskör hennar: Kistufelli (suður við Vatnajökul)
að austan, en móbergshnúk (nafnlausum) að vestan, er
liggur suður og vestur í hraunum.
Um kl. 2 vorum vér komnir upp undir suðvesturhorn
Dyngjufjalla. Þar er jaðar Frambruna-hraunsins mjög sand-
orpinn. Hefur melur fest rætur í sandinum og myndar dá-
litlar grisjóttar flesjur í skjóli við hraunkambana. Stöldruð-
um vér þar dálitla stund og lofuðum hestunum að grípa
niður, en enginn var þar hagi til fylla.
Langur dalur gengur hér til suðurs inn í Dyngjufjalla-
hálendið. Hefur H. Erkes nefnt hann Dyngjufjalladal. Sam-
hliða honum að vestan eru Dgngjufjöll ytri, allhár (8—900
m. yfir sjó) fjallrani, myndaður af móbergi og gömlum
hraunlögum. Austan að dalnum liggur vesturveggur sjálfra
Dyngjufjalla. Dyngjufjöll eru rniklu hærri en ytri fjöllin
(13 - 1400 m. y. s.). Mynda þau nálega ferhyrnda fjallakví,
um 15 km. á hvern veg, er lykur um dældina þá hina
miklu, sem nefnd hefur verið Askja.
Leiðin um Jónsskarð inn í Öskju liggur upp norð-
vesturhorn fjallanna, við minni Dyngjufjalladals. Skarðið er
aðeins grunn dæld í fjöllin og bratt að sækja þar upp og
hjarnfannir víða á leiðinni. Kusum vér heldur leiðina suður
Dyngjufjalladal, þó að lengri væri. Er þá farið inn í Öskju um
grunnt skarð í suðaustur horni fjallanna, er heitir Trölla-
dyngjuskarð. Dalurinn fer smáhækkandi suðureftir. Eru þar
hraun undir, grjót, möl og sandur ofan á og viðunandi
reiðfæri. Rennur árspræna norður dalinn, hverfur hún í
sandana og hraunið norður við dalsmynnið.
Úr syðstu daladrögunum er riðið á ská suður og upp
Dyngjufjöllin, inn í Trölladyngjuskarð. Er það torfærulaus
leið, en víða grýtt og seinfarin. Sumstaðar hafa og hraun-
sPýjur runnið úr smágígum utan í hallanum. Skarðið sjálft
er grunnt og örstuttur halli þaðan ofan að hraunbreiðunum
miklu, er hylja allan Öskju-botninn. Austan við skarðið er
Vattsfell, er kennt er við enska Vatnajökulsfarann, W. Sv.
Watts, er kom til Öskju fyrsta sumarið eftir gosið 1875
7*