Skírnir - 01.01.1928, Page 107
100 Um rannsóknir í Öskju sumarið 1923. |Skirnir
og fyrstur manna gat athugað gígana, er gosin stöfuðu frá,
og jarðraskið eftir eldana. Frá Vattsfelli hefur hraun runnið
í ýmsar áttir, þar á meðal ofan í skarðið.
Vér tjölduðum á melholti rétt innan við skarðið. Var
þá tekið að rigna og gerði ískyggilegt veður. Hestunum
var gefin heytugga meðan tekið var ofan og farangrinum
komið fyrir. Voru þeir orðnir hungraðir eftir dagleiðarför
um gróðurlausar auðnir; urðum vér að vera á verði, að
þeir eigi bitust og berðust um heyið. Eftir stutta viðdvöl
lagði Tryggvi á stað með hestana til byggða. Var þá tekið
að skyggja. Fór hann um Jónsskarð yfir fjöllin. Fylgdi
Pálmi Hannesson honum í skarðið. Var eigi glæsilegt að
fara þá leið i stórrigningu og næturdimmu. Má þakka það
kunnugleik Tryggva og dugnaði, að hann komst heilu og
höldnu með hestana yfir fjöllin.
Vér dvöldum í Öskju 3 daga (12.—14. ágúst). Þá daga
var oftast þurt og bjart veður, nema seinasta daginn rigndi
talsvert og snjóaði. Hefði ég kosið að geta dvalið þar
mikið lengur, til þess að kanna margt betur, bæði minjar
yngstu gosanna og ýmsar gosmyndanir og gíga frá eldri
tímum, sem hvervetna verða á vegi manns bæði í Öskju
og Dyngjufjöllum. En ítarleg rannsókn á þessu merkilega
eldgosasvæði verður að bíða þeirra, er betri hafa tíma, og
því aðeins verða slíkar rannsóknir að fullum notum til fram-
búðar, að svæðið sé jafnframt mælt nákvæmlega og gerður
uppdráttur af því, er sýni landslagið, stöðu gíganna og út-
breiðslu hrauna og annara jarðmyndana.
Mestur tíminn hjá mér fór í það að mæla og kanna
aðalhraunið nýja, vestan við Öskjuvatn. Þeir félagar mínir,
Pálmi Hannesson og Bjerring-Pedersen liðsinntu mér við
það starf eftir föngum. Auk þess fór Pálmi austur að nýja
hrauninu við norðaustur-horn vatnsins. Á ég honum að
þakka þær mælingar, er þar voru gerðar.
Síðan eldgosin miklu urðu í Öskju 2.—3. janúar og 29.
marts 1875 vita menn eigi til, að þar hafi gosið í 47 ár.
Reyndar gætu smávægileg gos hafa orðið þar þau ár, þó