Skírnir - 01.01.1928, Síða 108
Skírnir]
Um rannsóknir i Öskju sumarið 1923.
101
að eigi yrði þess vart úr byggðum. En allmargir hafa heim-
sótt Öskju á þessu tímabili og gjört þar rannsóknir (t. d. Þor-
valdur Thoroddsen 1884, H. Spethmann, W. v. Knebel og
M. Rudloff 1907, H. Reck og H. Erkes 1908, H. Erkes 1910
og sonur hans, E. Erkes, ásamt H. Spethmann, öðru sinni
hið sama sumar), og enginn þeirra getur um nein ný hraun
eða gosminjar í Öskju yngri en frá 1875.
Er vér komum í Öskju voru þar ný hraun eða nýleg
á 4 stöðum. Skal hraunum þessum nú stuttlega lýst og
eldgosunum, er myndun þeirra var samfara.
1. Eldgos í Öskju 1921.
Elzt af þessum nýju hraunum í Öskju er lítið hraun,
sem komið hefur upp í fjallshlíðinni við NA horn Öskju-
vatns, skammt fyrir austan vikurgíginn Víti, er gaus 29.
marz 1875. All-stór kvos eða skál er þar ofan til í fjalls-
hlíðinni. austanvert við vatnshornið. Hefur hraunið komið
upp á skálarbotninum, breiðzt þar nokkuð út, bólgnað upp
og myndað all-fyrirferðarmikið gígahrúgald eða gígaþyrp-
ingu. Neðan við skálina er allhátt klettabelti og skriða.
Hefur nokkur hluti hraunleðjunnar fossað þar ofan sem mjó
buna eða hraunfoss og breiðzt síðan aftur út um dálítinn
flatan hvamm rétt niður við vatnið; hefur nokkur hluti þess
runnið áfram út í vatnið.
Frá vesturbakka Öskjuvatns er hraun þetta að sjá sem
stundaglas að lögun. Efsta brún hraunsins liggur 180—200
m. hærra en Öskjuvatn. Efri hluti þess, fyrir ofan hraun-
fossinn, er um 300 m. að þvermáli, en neðri hlutinn lítið
eitt mjórri. Hraunbunan, er tengir hraunin saman, er um
50 m. há, en eigi nema 5—6 m. á breidd. Meðan vér
dvöldum í Öskju lagði mikla gufumekki upp af upptökum
hraunsins í skálinni. í sprungum, þar sem gufurnar komu
upp, var hitinn 42° C. Hraun þetta er úfið apalhraun, hol-
ótt og mishæðótt. Að innan er hraungrýtið mjög holótt og
uppblásið af gufum og víða gjallkennt. í sýnishornunum
af hraungrýtinu, er ég hafði heim með mér, vottar fyrir