Skírnir - 01.01.1928, Page 109
102 Um rannsóknir í Öskju sumarið 1923. [Skirnir
ljósleitu hrími af einhverskonar söltum, er gufurnar hafa
skilið eftir í holunum. Brotsárið er svart með glitrandi smá-
dílum (feldspat?), en að utan hefur grjótið fengið grá-
leitan og sumstaðar rauðleitan litblæ.
Hraun þetta fundu þeir Þórólfur í Baldursheimi og fé-
lagar hans, er þeir komu í Öskju 5. des. 1922. Var það
þá orðið kalt og auðsjáanlega eldra en svo, að það hefði
getað myndazt í hinum síðustu eldgosum í Öskju, en mikla
reyki lagði þó upp af upptökum þess í hraunskálinni.
Hugðu þeir, að hraun þetta hefði myndazt árið áður,
því að þá hafði úr byggðum sést til eldgosa í Öskju. Tel
ég litlum vafa bundið, að þessi ætlun þeirra sé rétt. Set
ég hér lýsingu á gosi þessu, eftir frásögn Jóhannesar Sig-
finnssonar á Grimsstöðum í Mývatnssveit.
Annan dag marzmánaðar 1921 sást úr Mývatnssveit og
víðar úr Þingeyjarsýslu hár og mikill gufumökkur yfir aust-
anverðum Dyngjufjöllum. Þennan dag var bjart og gott
veður, hæg suðaustan gola og sólskin að öðru hvoru fyrri
hluta dagsins. Fjallasýn var því ágæt og sást mökkurinn
mjög greinilega. Var inökkurinn svo hár, að hann bar yfir
Bláfell að sjá frá Grímsstöðum.
Svo var að sjá, sem mökkurinn væri eingöngu vatns-
gufa og öskufalls varð hvergi vart um þessar mundir, svo
að menn vissu til.
Um kvöldið fór að þykkna í lofti og himininn varð al-
skýjaður. Sló diminrauðum bjarma á skýin á suðurloftinu,
jafnótt og dimma tók. Töldu menn þá víst, að roðinn staf-
aði af glóandi hrauni, er væri að renna. Eldsroðinn sást
til kl. 10 um kvöldið, þá kom hríðarél á suðurfjöllin, er
byrgði alla útsýn. Sást enginn roði eftir það. Daginn eftir
var og hríðarveður, svo að aldrei sá til Dyngjufjalla. En
allan marzmánuð sást að öðru hvoru gufumökkur yfir fjöll-
unum, þegar bjart var veður og hríðarlaust.
Menn tóldu þegar víst, að gos þetta væri í Öskju.
Eftir sögn Jóhannesar sást mökkur þessi frá Möðrudal og
bar yfir Herðubreið norðarlega (?). Frá Grimsstöðum á
Fjöllum bar hann yfir Herðubreiðarfjöll nyrzt og vestast.