Skírnir - 01.01.1928, Page 111
104
Um rannsóknir i Öskju sumarið 1923.
[Skirnir
2. Öskjugosið 17. nóvember 1922.
í hinni fróðlegu skýrslu Þorkels Þorkelssonar1) um eld-
gosin 1922 er þess getið, að 11. nóv. 1922 hafi sézt eld-
leiftur og móða á lofti frá Möðrudal og Grímsstöðum á
Fjöllum. 12.—14. sama mánaðar sást einnig, að eldur myndi
vera uppi og eldmisturs urðu menn varir á Berufirði. 15.
nóv. sást eldbjarmi og móða á lofti frá Grimsstöðum með
meira móti. Var stefnan nokkuð vestar, en verið hafði við
Vatnajökulsgosin í október. 16. nóv. var öskumóða um
Norður- og Austurland og öskufall fram til heiða í Vopna-
firði. Frá Grímsstöðum á Fjöllum sá til elda, og á Akur-
eyri þóttust menn sjá eldbjarma um nóttina.
Það er alveg óvíst, að þessi eldteikn, er menn þótt-
ust verða varir við þessa daga, hafi staðið í sambandi við
byrjun eldgosanna í Öskju. Mistrið í loftinu og öskufallið
gat átt rót sina að rekja til Vatnajökulsgosanna, sem að
öðru hvoru mun hafa bólað á langt fram eftir vetrinum,
þó að þess yrði lítið vart úr byggðum. Og miðun eldleiftr-
anna og eldbjarmans þessa daga er svo óglögg eftir þess-
um skýrslum, að eigi verður skorið úr um eldstöðvar
eftir þeim.
Hinsvegar er fullvíst, að eldgos uoru byrjud i Öskju
að kueldi föstudagsins 17. nóuember. Þá sáu menn um
kvöldið úr Mývatnssveit sterkan roða á lofti yfir Dyngju-
fjöllum austan til. Þá var þar sunnanátt og léttskýjað loft,
sást því roðinn víða að norðan lands. Eldroðinn sást alla
laugardagsnóttina og virtist mestur undir morguninn. Þegar
birti á laugardaginn (18. nóv.) gekk Þórólfur Sigurðsson
bóndi í Baldurshe'mi suður á Sellandafjall til að skyggnast
um eftir gosinu. Var bjart veður og gott skyggni þaðan
um hádaginn. Eigi gat hann þá greint gufu eða reyki yfir
Dyngjufjöllum, þar sem eldbjarminn hafði sézt um nóttina.
Næstu daga á eftir varð eldsins eigi vart, eftir því
sem Þórólfur skýrir frá. En hann getur þess, að sér hafi
1) Tímarit Verkfræðingafélags Ísiands, Rvk 1923.