Skírnir - 01.01.1928, Page 112
Skírnir] Um rannsóknir í Öskju sumarið 1923. 105
virzt gufumökkur koma upp af Dyngjufjöllum um hádegis-
bil 26. nóv. á sama stað sem eldbjarminn sást áður. Skömmu
síðar huldust fjöllin þoku, er huldi þau næstu daga á eftir.
Frá Grænavatni sáu menn eldbjarmann fyrst kl. 6 síðdegis
17. nóvember.
Sama dag sáust frá Grímsstöðum á Fjöllum miklir eld-
blossar kl. 4*/2 síðdegis og héldust til kl. 7 morguninn eftir.
Frá Möðrudal sást einnig stöðugur eldbjarmi um kvöldið
þ. 17. nóv. og líka roði sem af glóandi hrauni. Frá Lunda-
brekku í Bárðardal sáu menn hið sama kvöld roða mik-
inn yfir fjöllunum i stefnunni á Dyngjufjöll og gufumökk
nokkru síðar.
Er menn báru saman stefnurnar til upptöku eldbjarm-
ans frá ýmsum stöðum norðan lands eftir fregnunum úr
símanum, töldu menn þegar víst, að eldur mundi vera
kominn upp í Ösk.ju.
Öskufalls varð hvergi vart þessa daga samfara gos-
inu svo að kunnugt sé, og eigi sáu menn deili þess, að
ösku bæri út frá gosstöðvum þessum meðan sást til eld-
anna. — Þorkell Þorkelsson getur þess reyndar í skýrslu
sinni, að nóttina 21. nóv. hafi talsverð aska fallið á Möðru-
dal, í Vopnafirði og á Nefbjarnarstöðum. Þá varð og ofur-
lítið öskufall í Papey. — Virtust agnirnar í ösku þessari
vera samskonar eða mjög svipaðar og í öskunní frá Vatna-
jökulsgosinu í október, aðeins meira af þeim efnum, sem
voru léttari í sér. Tel ég því miklu liklegra, að aska þessi
hafi átt rót sína að rekja til Vatnajökulsgosanna heldur en
til eldstöðvanna í Öskju. Gat vindur hafa þyrlað upp gam-
alli ösku, er legið liefur í hálendinu frá því í október;
enda hvessti mjög af suðvestri kvöldið á undan.
Að undirlagi stjórnarráðsins fékk ég Þórólf bónda Sig-
urðsson í Baldursheimi til að fara suður á öræfin, til þess
að svipast um eftir eldstöðvum þessum. Fékk hann í för
með sér Jóhannes Sigfinnsson, bónda á Grímsstöðum í Mý-
vatnssveit, og Sigurð Jónsson á Bjarnarstöðum. Lögðu þeir
af stað í förina frá Baldursheimi 3. desember.