Skírnir - 01.01.1928, Page 116
Skírnir] Um rannsóknir í Öskju sumarið 1923. 109
mikill hiti var hér enn í hrauninu, og á einum stað (d)
lagði mikla reykjarmekki upp úr sprungunum.
Röð af smágígum er á norðurhala hraunsins (e) í beinu
framhaldi af aðal-hraunsprungunum (S—N). Er hraunbreiðan
litla í kringum þá runnin úr þeim.
Beint norður af hraunendanum, 10 m. spöl frá honum,
hefur ofurlítil hraunæð spúð upp um mjóa sprungu í gamla
hrauninu og myndað þar dálítið gíghrúgald, 4—5 m. að þver-
máli, sem er fráskilið aðal-hrauninu (f.).
Samkvæmt því sem að ofan er sagt, virðast upptök
hraunsins vera bundin við sprungu, er norðan til stefnir
frá N—S (e, f) en beygir sunnar til SSA og SA (c—a).
Rennsli hraunsins og yfirborð. Megin hraunstraumur-
inn hefur ollið upp úr syðri hluta sprungunnar, einkum í
krikanum, þar sem syðstu gíghólarnir eru (b) og gjallhóll-
inn úti í hrauninu (c). Þar umhverfis mun og hraunið vera
einna þykkast.
Héðan hefur hraunið ekizt eftir jafnsléttu góðan spöl
(ca 800 m.) til vesturs frá sprungunni; þar munu syðstu
gigarnir (b) hafa lagt til mestan skerfinn. Þessi hluti hrauns-
ins er á köflum helluhraun, en hraunskánin hefur þó víða
sprungið og hraunhellurnar haggazt, bungað upp og risið
á rönd af straumþrýstingnum, og sumstaðar hefur bráðin
hraunleðja ollið upp um sprungur og op á hraunskáninni
og myndað hraundrili.
Megin hraunstraumurinn hefur þó leitað héðan til norð-
urs og austurs og fallið i breiðum og djúpum straum und-
an hallanum niður með axlarendanum og fossað fram af
bakkanum út í Öskjuvatn. Hefur hér drjúgt af hrauni lent
úti í vatninu og hlaðið þar upp tungu eða hraunkamb, er
skagar 20—30 m. út í vatnið
í hraunröst þessari hefur hraunið án efa haldizt lengst
óstorkið og í hreyfingu. Er hraunröstin mjög úfin og óslétt,
er nær dregur vatninu, því að þar hefur landinu hallað
meira. Hefur hraunstraumurinn aftur og aftur brotið hraun-
skánina, er myndaðist á yfirborði hans, ekið brotunum til,