Skírnir - 01.01.1928, Page 117
110 Um rannsóknir i Öskju sumarið 1923. [Skírnir
hrúgað þeim saman í háa garða, hóla og strýtur með djúp-
um kvosum á milli. Niður á vatnsbakkanum er hraunröstin
sjálf 170—180 m. breið; ber hana inun hærra en hraun-
breiðuna fyrir norðan, og hæstu hraunkambarnir eru 10 -12
m. hærri en vatnsbakkinn sunnan við hraunjaðarinn.
Norðurhluti hraunsins virðist hafa runnið úr sprungun-
um, er stefna til norðurs frá stærsta gíghólnum (c), án þess
að gígar mynduðust. Hefur hraunið þar breiðzt stuttan spöl
til vesturs, en megin þess hefur runnið til austurs, sam-
hliða aðal-hraunröstinni og nokkur hluti þess fallið fram af
vatnsbakkanum. Hraunbreiða þessi er yfirleitt miklu slétt-
ari (helluhraun) og þynnri en hin syðri. Hefur hraunið sum-
staðar eigi náð að hylja undirlagið og skilið eftir auðar
skellur af garnla hrauninu. Hefur hraunmagnið án efa verið
minna, er féll úr sprungum þessum heldur en suður frá og
hraunforðinn tæmzt fyr. Hefur hraunið að líkindum náð að
storkna eftir fyrsta rennsli og kólnað fyr en ella, vegna
þess að hraunlagið hefur verið svo þunnt. Veigaminnst
hefur gosið verið í norðurhala hraunsins, því að þar hefur
hraunleðjan aðeins náð að breiðast skammt út frá smá-
gígunum; er það hraun mjög óslétt apalhraun.
Gerð hraungrýtisins. Svo virðist sem gufuþensla hafi
verið mjög lítil í hraunleðjunni, er hún hefur komið upp
úr jörðinni, því að eigi sjást þess merki, að aska eða vikur
hafi borizt út frá eldstöðvunum. Auk þess hefur lítið af
lausum gosefnum (vikri, gjalli og ösku) safnazt saman í
kringum uppgönguop hraunsins. Af slíkum efnum hafa að
eins myndazt hinir litlu vikur- og gjallhólar (b, c og e), er
ég hef lýst hér á undan. Eigi að síður er mjög mikið af
hraungrýtinu sjálfu til og frá um hraunið alsett bólum og
holum og auðsjáanlaga útblásið af gufum. Og mjög víða
um hraunið hefur hraunleðjan orðið að holóttu léttu gjalli
eða reglulegum basaltvikri, er flýtur á vatni. Á mörgum
þeim stöðum, þar sem hraunið var nokkurnveginn slétt hellu-
hraun, var aðeins efsta skánin þétt. En undir skorpunni
var bergið holótt og gjallkennt.
Mest kvað að þessari gerð á hraungrýtinu í hraunröst-