Skírnir - 01.01.1928, Page 118
Skirnir] Um rannsóknir í Öskju sinnarið 1923. 111
inni niður að vatninu. Voru hraungarðarnir og hraunhól-
arnir þar að miklu leyti myndaðir af slíku hraungjalli og
vikri. Var mjög illt að fara þar um hraunið, því að hraun-
gjallið hrökk undan fótum og hinir hvössu hraunbroddar
stungu og rifu skó og föt, þar sem þeir námu við.
Þessi gerð hraungrýtisins mun að miklu leyíi eiga rót
sína að rekja til þess, að hraunið hefur runnið ijfir fannir,
brœtt þœr og breytt vatninu í gufu, er blandazt hafa saman
við hraunleðjuna og blásið hana út. Samkvæmt frásögn
Mývetninga, er fyrst komu að hrauninu, munu og miklir
snjóskaflar hafa verið á leið hraunsins austur að vatninu.
Voru þar á ýmsum stöðum hjarnfannastykki margra metra
þykk úti í hrauninu, er hraunið hafði eigi náð að bræða.
Jóhannes Sigfinnsson hefur teiknað mynd af einni slíkri
snjósúlu, er stóð óbráðin úti í hrauninu skammt frá vatn-
inu. Á kolli hennar sat hraunhetta, sem skilist hafði frá
hrauninu, er það bræddi snjóinn umhverfis og seig niður
með súlunni.
Á nokkrum stöðum í hrauninu fann ég smábletti, er
myndaðir voru af hrafnsvörtu, gljáandi basaltgleri, er líkt-
ist hrafntinnu. En gljáinn á þessum steinglerung var eigi
eins skær og á hrafntinnu, brotsárið frábrugðið og eðlis-
þyngdin meiri.
Nánari rannsókn sýndi líka, að þetta glerkennda berg
var myndað af basalt-hraunleðju, er storknað hefur nljög
fljótt. Yfirborð þessara hraunbletta var slétt eða með ávöl-
um gúlum, sléttum að utan og gljáandi (fitugljái). Engar
gufubólur eða holur var að finna í sjálfum steinglerungn-
um, en þegar hann var brotinn upp kom það í ljós, að
þessi holulausa glerungsskán var eigi nema 5—10 cm. á
þykkt og stundum minni. Þar fyrir neðan fóru að sjást
strjálar gufubólur í berginu og fjölgaði þeim óðum, er
lengra dró frá yfirborðinu, og jafnhliða var bergið i skil-
rúmum milli gufubólanna gljáminna, unz hraungrýtið fékk
sama útlit og víða annarsstaðar í hrauninu.
Mjög víða annarsstaðar, þar sem hraungrýtið var hol-
ótt, voru skilrúmin milli holanna mynduð af glerkenndu