Skírnir - 01.01.1928, Page 119
112 Um rannsóknir í Öskju sumarið 1923. |Skírnir
basalti, einkum nærri yfirborði hraunsins. Af þessu má ráða,
að hraunleðjan hafi storknað mjög fljótt viða í hrauninu.
Enda hefur snjóvatnið, sem blandazt hefur í hraunið, og
gufumyndunin, er af því hefur stafað, lilotið að eyða mikl-
um hita og flýta mjög fyrir storknun hraunsins.
Við jaðar hraunrastarinnar, einkum að sunnan, nærri
vatninu, hafði hraunleðjan víða skotið gúlum gegnum hraun-
skánina og útundan hraunruðningnum. Höfðu gúlarnir teygt
úr sjer, kvíslazt og hlykkjazt til á ýmsa vegu eins og risa-
vaxnir snákar. Voru þeir að utan alsettir langrákum eða
grópum, eins og þeim hefði verið þrýst hálfstorknum í
gegnum löð eða kreistir gegnum tröllagreipar. Skánin utan
á gúlunum var 2—4 cm. á þykkt, mynduð af hrafnsvörtu
basalti, er var glerkennt og gljáandi í sárið. En undir skán-
inni var hraungrýtið allt holótt og útblásið eftir gufuna,
sem stöðvazt hafði undir skáninni. Skilrúmin milli gufuból-
anna voru örþunn og sumstaðar höfðu margar holur sam-
einazt í eitt og myndað stærri hólf undir skáninni. En
við þensluna hafði hraunleðjan teygzt í örmjóa þræði, er
strengdir voru eins og víravirki milli skánarinnar og holu-
skilrúmanna.
Hraankúlur (Lavabomben) einkennilegar að gerð lágu
sumstaðar á víð og dreif meðfram gossprungunuin í hraun-
inu. Mest var af þeim norðarlega í hrauninu, norðan við
stærstu reykina (d). Voru þær stærstu 20—30 cm. á lengd
og aflangar að lögun. Neðri hliðin var nálega flöt og lag-
aði sig eftir undirlaginu, hliðarnar ávalar, en sú hliðin, er
upp vissi, bunguvaxin. Þær voru myndaðar af svörtum
basaltglerung, sléttar utan og gljáandi. Þær hafa auðsjáan-
lega myndazt á þann hátt, að gosið hefur varpað kekkjum
af bráðinni hraunleðju upp í loftið. Við snúninginn í loft-
inu hafa þeir að nokkru leyti náð því að verða kúlumynd-
aðir. En vegna þess, að þeir hafa eigi kastazt nema skammt
í loft upp, hafa kúlurnar eigi náð að storkna til fulls í loft-
inu, heldur fallið hálfstorknaðar til jarðar og því flatzt út
við fallið.
Hitinn i hrauninu. Þegar Mývetningarnir komu að