Skírnir - 01.01.1928, Side 120
Skirnir] Um rannsóknir i Öskju sumarið 1923. 113
hrauninu (5. des. 1922) \roru liðnir 18 dagar frá því er
gosið byrjaði (17. nóv.). Var þá hraunið hætt að renna og
gossprungurnar hættar að gjósa. Eftir því sem þeir gátu
bezt séð, var hraunið þá fullstorknað, að minnsta kosti á
yfirborði. Enda gat ég eigi séð, að nokkur veruleg breyt-
ing hefði orðið á lögun og útliti hraunsins og gígjanna,
eftir að þeir komu að hrauninu og þangað til ég kom í
Öskju rúmum 8 mánuðum síðar. Hafði ég til samanburðar
lýsingu, er ég haiði fengið á hrauninu frá þeim félögum.
— Eigi höfðu þeir félagar með sjer hitamælir, til að mæla
hitann i hrauninu. En að sögn þeirra var svo heitt í syðri
hluta þess, sem er þykkra, að þeir gátu sama sem ekkert
um það farið. Gátu þeir með naumindum komizt yfir hraun-
röstina niður við vatnið vegna hita. Urðu þeir þar a5 stikla
eftir hæstu hraunnibbunum, er voru kaldastar, og fóru
hratt yfir, svo að eigi ónýttust skór þeirra. Þar í lægðun-
um milli hraunkambanna sauð vætan úr snjóhríminu á
hraunsteinunum. Hrauntanginn, er gengur þar út í vatnið,
var þá'svo heitur, að mikinn gufustrók lagði upp af hon-
um og heyrðist krauma í hrauninu, þegar vatnið var að
kæla það.
Norðurhluti hraunsins (sem er þynnra) var allvíða orðið
svo kalt, að snjóhrím var farið að festa í hrauninu; einnig
var farinn að setjast snjór á norðaustur gíghólana (e). Mjög
víða gufaði úr hrauninu 5. desember. Var gufan á mörgum
stöðum svo þétt, að hún huldi stórar spildur hraunsins.
Er ég kom að hrauninu í ágústmánuði var það orðið
svo kalt, að fara mátti hiklaust um það þvert og endi-
langt. Þó var sumstaðar enn talsverður hiti niðri í hraun-
inu; ylur fannst víða á steinum og heitt loft kom víða upp
um sprungur. Kom þetta greinilega í ljós síðasta daginn,
er ég dvaldi í Öskju. Þá var heldur kalt veður og úrkoma,
er vætti hraungrýtið. Sáust þá gufuslæður til og frá um
Mlt hraunið. Hina dagana var hlýrra veður; sáust þá eigi
gufur yfir hrauninu, nema á örfáum stöðum, þar sem gufur
kornu upp úr sprungum.
Rauk að staðaldri upp úr aðal-gossprungunum á nokkr-
8