Skírnir - 01.01.1928, Page 121
114 Um rannsóknir í Öskju sumarið 1923. jSkirnir
um stöðum. Þannig lagði mikinn gufumökk upp úr sprung-
um norðarlega í hrauninu (d á kortinu), hvernig sem viðr-
aði. Var hraunið þar í kring mjög umturnað og með opn-
um sprungum. Eigi sá til vatns í sprungunum, en heitar
gufur streymdu upp um þær. Mældist okkur gufuhitinn þar
76° C. Nokkrar gufur komu og upp úr gossprungunum
sunnan við gíghólinn í miðju hrauninu (c). Þar var guíu-
hitinn niðri í sprungunum 30—36° C.
í smásprungum í hrauninu þar vestur af mældist mér
hitinn mjög víða 25—30° C., þó að eigi sæist gufa upp úr
þeim. — Hraunröstin austur að vatninu virtist vera orðin
köld, og engar gufur lagði upp af hrauntanganum úti í
vatninu.
Efni, er jardgufur hafa skilið eftir í hrauninu. Mjög
víða í hraunholum, þar sem heitar gufur höfðu lagt upp
úr hrauninu, hafði ljósleitt eða hvítt hrím setzt á hraun-
grýtið. Neðan á hraunflögunum, þar sem regnvatníð hafði
eigi náð til að skola hríminu burtu, hafði efni þetta safn-
azt saman og orðið að samfeldri skán, 3—4 mm. á þykkt.
Hr. Trausti Ólafsson efnafræðingur hefur gert mér þann
greiða, að rannsaka þetta efni og komizt að þeirri niður-
stöðu, að það væri natrium-súlfat (Na2 SÓ4 = »gláber-
salt«) og saman við það örlítið af matarsalti (NaCl).
í þröngum sprungum í hraunínu þar sem gufur höfðu
komið upp, hafði bergið allvíða fengið Ijósari lit, orðið mó-
leitt eða gulleitt. Á slíkum stöðum höfðu örsmáir brenni-
steins-lcristallar setzt í sprungubarmana.
Flatarmúl, þgkkt og efnismagn hraunsins. Lengd
hraunsins frá norðri til suðurs er tæpir 2^2 km. — Lengd
hraunbreiðunnar mæld frá upptökunum í suðurkrikanum
norður fyrir axlarhalann austur í vatnið er einnig ca. 2lk
km. Þar sem hraunið er mjóst, er það um 500 m. og hraun-
breiðan niður við vatnið mældist mér 600 m. En meðal-
breidd hraunsins tel ég ca. 700 m. Samkvæmt þessu mun
flatarmal hmunsins vera 1.750.000 m2.
Þykkt hraunsins er býsna misjöfn og verður því eigi
ákveðin með vissu. Útjaðrar þess að vestan og norðan