Skírnir - 01.01.1928, Page 122
Skirnir] Um rannsóknir í Öskju sumarið 1923. 115
voru víðast 2—4 m. í hraunröstinni austur að vatninu, þar
sem hraunið var þykkast, var hraunjaðarinn 6—8 m., en
hraunkambarnir sumir enn hærri. í suðurhluta hraunsins
(milli b og c) renndi ég snúru með lóði niður í hraun-
sprungur og komst 6—7 m. niður. En óvíst er, að lóðið
hafí komizt til botns í sprungunum. Þykir mér sennilegt,
að telja megi meðalþykkt hraunsins ca. 5 m. Samkvæmt
því ætti rúmmál hraunsins að vera 8.750.000 m;!.
Hraun þetta er aðeins smáhraun, miðað við mörg önnur
hraun, sem runnið hafa í einu gosi hér á landi. Þó er
efnismagn þess meira, en margur mun gjöra sér í hugar-
lund. Tii nánari skýringar skulum vér gjöra oss grein fyrir
þvi, hve margir skipsfarmar hraunið muni vera. Stærstu
skip Eimskipafélags íslands munu varla bera meiri farm en
1250 smálestir. Nú mun láta nærri, að hver teningsmetri
hraunsins vegi 202 smálest, eða nokkru minna en holu-
iaust og þétt basalt (2,8). Samkvæmt því myndi hraunið
allt vera nálega 22 milljónir smálesta, eða 17500 farmar á
skip, er bæri 1250 smálestir. Ætti nú eitt slíkt skip að
flytja slíkan flutning allan frá Reykjavík til Kaupmanna-
hafnar, myndi það geta farið 15 ferðir á ári. Tœki þá flutn-
ingurinn 1166 ár, eda eins mörg ár og liðin eru siðan er
Ingólfur Arnarson nam land í Reykjauík og 100 árum
betur. — Til samanburðar við hraun þetta skal þess getið,
að hraun það, er rann úr Lakagígunum (1783), sem er
stærsta hraun er komið hefur upp í einu gosi svo að sögur
fari af, hefur verið áætlað 1236 milljónir m3, Eldgjárhraun
austan við Mýrdalsjökul (ca. 950) 9325 mill. m3, Sveinagjár-
hraunin (1875) 300 mill. m3, Búðahraun á Snæfellsnesi 600
tnill. in:i og Brókarhraun í Norðurárdal 200 mill. m3.
3. Eldsumbrot i Öskju 18.—23. des. 1922.
1. Kvislahraun. Sunnan við Þjóðverjahraun er breiður
slakki í fjallshlíðina meðfram Öskjuvatni austanverðu. Geng-
ur þar dálítið vik úr vatninu til austurs. Sunnan við slakka
þenna skaga fjöllin aftur meira fram og ganga brattir hálsar
8*