Skírnir - 01.01.1928, Page 123
116 Um rannsóknir í Öskju sumarið 1923. [Skírni
þar frara að vatninu. Sunnan við þá tekur við lítill slakki
eða skál uppi í fjallshlíðinni. í skál þessari hefur nýlega
komið eldur upp. Hefur dálítið gígop myndast í skálinni
100—150 m. yfir vatnið. Þaðan hafa runnið tvær mjóar
hraunkvíslar fram úr skálinni og út í vatnið.
Bilið milli hraunkvíslanna neðan við skálina er varla
meira en 100 m., og kvíslarnar sjálfar eru mjórri.
Enn var jarðhiti mikill við upptök hraunsins, því að
gufumekki lagði þaðan, er báru yfir fjallsbrúnina, frá vest-
urbakka vatnsins að sjá.
2. Siiðwbotnahmiin. Sunnan við Kvíslahraun skaga
fjöllin aftur meira fram og mynda hálsrana niður að vatn-
inu. Yfir hann er stuttur spölur suður að suðaustur-horni
Öskjuvatns, er ég nefni Suðurbotna. Þar gengur allbreiður
slakki frá vatninu hátt upp í fjallshlíðina. Á þessum stöð-
um byrjuðu gosin 2. og 3. janúar 1875. Höfðu þar mynd-
azt stórir gígar, er lágu 100 m. lægra en hraunbreiðan
gamla norðan og vestan við Öskjuvatn. Niður frá þeim
gengu djúpir gilskorningar og sprungur niður í dældina
miklu eða jarðfallið, er vatnið nú fyllir. Meðan á gosum
þessum stóð mun jarðfallið mikla hafa verið þurt, eða mjög
lítið vatn í því.1) Síðan hefur vatnið hækkað svo í jarð-
fallinu, að suðurgigarnir, er þá gusu, munu allir vera komnir
undir vatn.
í slakkanum upp af vatnshorninu er nú komið upp
nýtt hraun. Hefur það upptök sín nálega miðhlíðis uppi í
slakkanum, og hefur breiðzt þaðan í einu lagi niður að
vatninu. Hraunið virðist vera úfið apalhraun. Breidd þess
er tæpast meiri en 200 m. og lengdin á að gizka 4—500
m.2) Allmikla reyki lagði upp af efri hluta hraunsins, er
sýndi, að enn var þar mikill hiti í jörðu.
1) Þegar Mývetningar kornu þangað rúmum mánuði (15. febr.
1875) eftir að gosið byrjaði, var aðeins dálítil tjörn i jarðfallinu
(Norðanfari 14. ár, bls. 26).
2) Ég hafði eigi tíma til að fara austur fyrir vatnið til að skoða
þessi tvö síðasttöldu hraun. Athugaði ég þau í sjónauka og áætlaði
stærð þeirra og markaði þeim stað á kortinu eftir mælingu, er ég
gerði frá vesturbakka vatnsins.