Skírnir - 01.01.1928, Page 124
Skírnír |
Um rannsóknir í Öskju sumarið 1923.
117
Johnstrup getur þess eigi, að hraun hafi myndazt á
þessum stöðvum 1875, og eigi eru heldur hér hraun mörkuð
á korti Caroc’s af Öskju.1)
Mývetningar þeir, er fóru til Öskju í desember 1922,
fullyrða, að þessi tvö síðasttöldu hraun hafi eigi verið
mynduð, er þeir voru staddir í Öskju (5. des.). Þeir fóru
suður fjöllin austan við vatnið og athuguðu umhverfi þess
í sjónauka og sáu vel í Suðurbotna. Hefði þá hvorugt
þessara hrauna átt að dyljast þeim og því síður reykirnir.
Hraun þessi hafa því hlotið að myndast eftir það.
Þorkell Þorkelsson getur þess í skýrslu sinni um eld-
gosin 1922 (1. c.) að 9. desember hafi gosdynkir heyrzt í
Staðarseli á Langanesi. Hvergi annarsstaðar frá hefi ég getað
fengið fregnir um, að eldgosa hafi orðið vart þennan dag.
Aftur á móti hefir Jóhannes Sigfinnsson á Grímsstöðum
skýrt mér frá, að sézt hafi úr Mývatnssveit til eldgosa í
Öskju síðar í mánuðinum. Fer hann um það svofelldum orð-
um í skýrslu til mín: »18. desember (1922) varð aftur lítils-
háttar vart við eld í Öskju og einnig þ. 21. des., þá sáust
eldleiftur. 22. og 23. des. voru gufumekkir yfir Dyngju-
fjöllum, en þá sást eigi til elda«. — Er eigi ólíklegt að
þessi tvö yngstu hraun í Öskju hafi þá myndazt.
4. Smávegis fróðleikur um Öskju.
Landslag o. fl. Fjallahringurinn (Dyngjufjöll) umhverfis
Öskju er hlaðinn af móbergi og basalti eða fornum hraun-
lögum, er skapazt hafa í fjölmörgum eldgosum á óralöng-
um tíma. Mjög víða í fjöllunum eru og ungir gígar og gíga-
þyrpingar, er hraun hafa runnið frá niður fjallshlíðarnar,
og hafa mörg slík hraun fallið inn í Öskju. Fjöllin eru 13
—1400 m. há yfir sjávarmál og hæstu tindarnir ca. 1450
m. (t. d. Þorvaldstindur). Ódáðahraun umhverfis Dyngju-
fjöll mun vera 6—700 m. hátt y. s.
1) F. Johnstrup: Indberetning onr......Undersögelsesrejse
paa Island i Sommeren 1876, Rigsdagstidende 1876—77, Tillæg B,
Kbh. 1877.