Skírnir - 01.01.1928, Side 125
118 Um rannsóknir í Öskju sumarið 1923. jSkirni
Askja sjálf, innan fjallanna, er 7—8 km. að þvermáli.
Ummál hennar að norðan og vestan er bogadregið og
myndar nálega hálfhring. Austurhliðarnar og suðurhliðin
meðfram Öskjuvatni eru beinni. — Öskjuvatn fyllir suðaust-
urhorn Öskju, er það rúmir 4 km. að þvermáli frá austri
til vesturs, en rúmir 2'h frá norðri til suðurs, þar sem það
er breiðast. Yfirborð þess mun vera ca. 1070 m. yfir sjávar-
mál. Annarsstaður er Askja alþakin hraunum. Er hraunbreið-
an mikið til flöt yfir að líta, enda þótt yfirborð hraunanna
sé viða mjög úfið og óslétt. Hraunbreiðunum hallar lítið
eitt til austurs og að norðausturhorni fjallanna. Er þar hlið
eða skarð út úr fjöllunum sem nefnt hefur verið Öskjuop.
Hraunbotn Öskju er 1120—1150 m. hærri en sjávarmál eða
2—300 m. lægri en Dyngjufjalla-hringurinn.
Hraunin i Öskju. Að sjálfsögðu hafa mörg gos á mis-
munandi tímum átt þátt í að mynda hina víðáttumiklu
hraunbreiðu, er nú liggur efst í botni Öskju. Mörg hraun-
flóð hafa fallið inn í Öskju úr gígum í Dyngjufjöllum,
t. d. frá Vattsfelli, úr fjöllunum að norðan, og úr Jónsskarði.
Einnig hafa mörg smágos orðið á hraunsléttunni innan fjall-
anna. Hittast þar víða smágígar, er spúið hafa hrauni, t. d.
í útjöðrum Öskju meðfram fjöllunum, einkum að sunnan
og norðan. Eru sumir þessir gömlu gígar markaðir á kortið,
sem fylgir grein þessari. — Aðalhraunbreiðan norðan og
austan til í Öskju virðist þó vera samfelld heild, er
myndazt hafi í einu og sama gosi. Hefur það hraunflóð
verið mjög mikið; hefur þá geysimikil hraunelfa fossað
út um Öskjuop og breiðzt út um hálendið austan við
Dyngjufjöll. Enn í dag eru menn ófróðir um það, hvar í
Öskju þetta mikla hraun hafi átt upptök sín. Hvort heldur
í útjöðrum hennar við fjöllin, eða úr gígum eða gos-
sprungum inn í sjálfri hraunbreiðunni, er hraunið hafi að'
einhverju leyti jafnað yfir. Sjálfur hafði ég eigi tíma
til að grafast eftir þessu. Jarðfræðingar þeir, er kannað
hafa Öskju, hafa ýmsar getur leitt að þessu,1) sem eigi er
1) T. d. Spethmann (1. c.), Reck (Das vulkanische Horstgebirge:
Dyngjufjöll, Berlin 1910).