Skírnir - 01.01.1928, Síða 126
Skírnir] Um rannsóknir í Öskju sumarið 1923. 119
rúm til að ræða um hér. Þó má telja, að sú gáta sé
enn óráðin.
Áður en þau hraun runnu, er nú liggja efst í botni
Öskju, hefur þar gosið margsinnis og hraun myndazt.
í bökkunum norðan við Öskjuvatn sjást sumstaðar 5 eða 6
misaldra basaltlög eða hraunlög, er hlaðizt hafa hvert á
annað ofan.
Myndun Dyngjufjalla og Öskju. Sumir útlendir jarð-
fræðingar, sem kannað hafa Öskju og Dyngjufjöll (t. d.
Reck), hafa haldið því fram, að Dyngjufjöll væru til oiðin
á þann hátt, að hálendið umhverfis þau hafi sigið og Dyngju-
fjöll staðið eftir sem geysimikill ósiginn bergstabbi (»Horst«)
og væru þau því síðustu leifar af hálendi, er sigið hefði
um mörg hundruð metra, allt umhverfis, þar sem Ódáða-
hraun og Þingeyjarsýsluöræfin eru nú. — Rök þau, sem
enn hafa verið færð til stuðnings þessari skoðun, virðast
mér ófullnægjandi. Allt eins sennileg virðist sú skýring
vera, að meginhluti fjallanna hafi hlaðizt upp af gosefnum
og hafizt á þann hátt yfir öræfin í kring. í Dyngjufjöllum
og Öskju mætast og skerast jarðsprungur og eldgosasprung-
ur, er hafa tvær stefnur. Norðan að henni liggja sprungur
er stefna frá N—S, sem gígar og gosstöðvar skipa sér
eftir norður um Þingeyjarsýslu (t. d. Sveinagjá og margar
gosstöðvar, austanvert við Mývatnssveit). — Þvert yfir
hana stefna og gossprungur er hafa norðaustlæga stefnu
(NA—SV) eins og á Suðurlandi. Á slíkri sprungu hefur
Dyngjutinda-gígjaröðin myndazt, er gengur út frá norð-
austurhorni Dyngjufjalla. í suðvestur frá suðausturhorni
Dyngjufjalla er röð af aðgreindum móbergstindum eða
strýtum suður í hraunum, er skipa sér eftir sömu stefnu.
Mun enginn láta sér í hug koma, að þessar móbergsstrýtur
séu bergstabbar, heldur leifar fornra eldstöðva, er hlaðið
hafa móbergsmyndunum kringum sig. Sömu stefnu hafa
og gígaraðirnar í Dyngjuhálsi við norðurjaðar Vatnajökuls,
sem óefað hafa myndazt á jarðsprungum.
Þar eð jarðsprungubelti úr tveim áttum hljóta að
mætast í Öskju og Dyngjufjöllum, er eigi að undra, þó að