Skírnir - 01.01.1928, Side 127
120 Um rannsóknir i Öskju sumarið 1923. [Skírnir
þar hafi verið meiri veilur í jarðskurnina en viða annars-
staðar og um leið greiðara uppgöngu fyrir jarðelda og
margt um gíga. Dyngjufjöll eru að allmiklu leyti mynduð
af móbergi. Samkvæmt kenningu dr. Helga Péturss um
uppruna móbergsmyndunarinnar, ætti það að vera sönnun
þess, að þar hefðu þegar verið byrjuð gos á jökultímanum.
Ýmislegt virðist og benda á, að þar hafi gosið um langt
skeið á jökultímanum, t. d. það, hve móbergsmyndunin er
þykk í Dyngjufjöllum og eins það, hve miklu svörfun vatns
og jökla hafa fengið áorkað í því að éta og grafa sundur
úthliðar fjallanna. Norðan við rætur fjallanna eru allháar
móbergsstrýtur, er svörfun virðist hafa étið frá og gjört
viðskila við aðalfjöllin. Miklar líkur eru og til þess að
Ytri-Dyngjufjöll hafi og verið í samhengi við aðalfjöllin, en
síðar hafi svörfun jökla og vatns grafið geil í fjalllendið og
myndað Dyngjufjalladal og Ytri-Dyngjufjöll þannig skilizt frá.
Hefur slík jarðlagasvörfun lilotið að taka óralangan tíma.
Ég vil eigi neita því, að landsig eða jarðlaga misgengi
hafi átt einhvern þátt í mótun og myndun Dyngjufjalla hið
ytra. En meðan eigi er fullsannað, að svo hafi verið, virð-
ist mér sú skýring liggja beinast við, að fjöllin hafi hlai-
izt upp af eldgosum, er þar hafa verið að verki að minnsta
kosti frá því snemma á jökultímanum, en jafnframt hafi
þau étizt og mótazt af svörfun vatns og jökla, unz þau
hafa fengið núverandi svip.
Öðru nráli er að gegna um myndun Öskju. Um það
efni hafa flestir verið sammála, sem skoðað hafa hana.
Hún virðist vera sigdæld, er myndazt liafi við ketilsig. Er
einna líklegast, að Dyngjufjöll hafi í upphafi verið saman-
hangandi hálendisbunga. En miðja hennar hafi svo tekið
að síga, unz Öskjudældin myndaðist. — Dæld sú, sem
Öskjuvatn fyllir nú, er greinileg sigdæld, takmörkuð af
hringlægum jarðsprungum; hefur landspildan sigið innan
við sprungurnar. Síðustu eldgosin í Öskju, sem lýst hefur
verið hér að framan, stafa frá gígum og sprungum, er
skipa sér hringinn í kringum Öskjuvatn. Er það sönnun