Skírnir - 01.01.1928, Side 128
Skírnir| Um rannsóknir í Öskju sumarið 1923. 121
þess, að djúpstæðar sprungur, hringlægar umhverfis vatnið,
dyljast í hraunbreiðunni innan Dyngjufjalla.
Öskjuvatni hafa rnenn engar sögur af fyr en eftir gosin
1875. Halda menn að sigdældin mikla, er vatnið nú fyllir,
hafi að miklu leyti myndazt við þau gos, enda þótt þar
kunni að hafa verið nokkur dæld áður. Draga rnenn það
af því, að jarðfallið var að mestu þurt, er menn komu
þangað fyrst eftir gosin. Þegar Mývetningar komu þangað
(16. febrúar 1875) var dálítil tjörn kornin í dældina.1) Þegar
Jón Þorkelsson í Víðikeri konr þar í febrúar (7.-8.) vetur-
inn eftir, var komið all-stórt vatn í jarðfallið. Er Johnstrup
kom í Öskju sumarið 1876 var vatnið orðið 13—1400 m.
að þvermáli og yfirborð þess 232 m. lægra en hraunbotn
Öskju norðan við jarðfallið, eða hér urn bil 903 m. hœrra
en sjávarmál. Þegar Þorv. Thoroddsen kom þangað 1884
hafði vatnið enn hækkað um 82 m. og var þá yfirborð
þess ca. 985 m. hátt y. s. (150 m. lægra en vatnsbakkinn
að norðan).2) Samkvæmt mælingum Spethmann’s 1907 var
yfirborð þess ca. 1070 m. hœrra en sjávarmál (60 m. lægra
en vatnsbakkinn) og hafði eftir því hækkað um tæpa 90 m.
síðan 1884. Athuganir Reck’s, Erkes og Spethmann’s 1908 og
1910 benda til þess, að vatnið hafi eigi aukizt frá því 1907.
Samkvæmt meðaltali þriggja mælinga, er vér gjörðum á
hæð vatnsins í ágúst 1923, reyndist hæðarmunur vatns-
borðsins og vatnsbakkans að norðan og vestan 59 m.
Eftir því ætti vatnið að vera hætt að vaxa. Er því líklegt,
að vatnið hafi einhverja útrás neðanjarðar úr jarðfallinu,
er hamli frekari vexti þess. Þó er hugsanlegt, að nokkur
munur geti verið á hæð þess eftir árstíðum og úrkomu.
Alls hefur vatnið hækkað hér um bil 170 m. síðan 1876.
Af því má ætla, að dýpt þess muni vera sem næst 200
nu, ef dýpt þess 1876 er talin 30 m. Nánar verður eigi
vatnsdýpið ákveðið, eftir þeim upplýsingum, sem til eiu.
1) Norðanfari 1875., bls. 26. Norðlingur I. 1876, bls. 149—151.
2) Ferðabókin I. Kh. 1913.