Skírnir - 01.01.1928, Page 129
122 Um rannsóknir i Öskju sumarið 1923. [Skírnir
Vatn það, er safnaðist í sigdældina fyrst í gosunum
1875 mun hafa verið sjóðheitt af áhrifum jarðeldanna. í
febrúar 1876 var vatnið snarpheitt (Jón Þorkelsson). Sum-
arið 1876 var hiti vatnsins 25° C. (Johnstrup); 1878 36°
C. (Lock), 1884 14° (Thoroddsen), 11. júlí 1907 1° (Speth-
mann), en þá var íshroði á vatninu. Heitar uppsprettur bland-
ast sumstaðar í vatnið, sem ruglað geta hitamælingar, ef
nærri þeim er farið. Hefur það ef til vill ruglað mælingu
Lock’s 1878. — Vér mældum hita vatnsins á þrem stöð-
um: 1) Vestan við vatnið hjá hrauntanganum á Mývetn-
ingahrauni var hitinn 6,5° C., 2) í norðausturhorninu skammt
frá Víti 9,8°, 3) nokkru sunnar, rétt við Þjóðverjahraun,
3,9° C. (lofthitinn 3,5° C.).
Vatnið hefur einkennilegan blágrænan eða skolgrænan
lit, og svo er það ógagnsætt, að eigi sér til botns á fárra
metra dýpi. Líklega stafar þessi litur vatnsins af því, að
brennisteinshverir eða heitar uppsprettur blanda ýmsum
uppleystum steinefnum í vatnið.
Brennisteinshuerir eru í hlíðinni niður af Þorvaldstindi
við suðvesturhorn vatnsins. Renna þaðan lækjarsitrur ofan
í vatnið. Lagði mikla reyki upp af hverunum meðan við
dvöldum í Öskju. Torvelt er að komast að hverunum,
meðal annars vegna grjótflugs úr fjallshlíðinni. Pálmi Hann-
esson kleif þangað út og rnældi hitann í uppgönguaugun-
um. Var gufuhitinn þar 108° C. Hafði safnast nokkuð af
brennisteini við uppspretturnar. Nokkrar brennisteinsmynd-
anir kváðu og vera í vatnsbakkanum við Víti og í fjöllun-
um norður af Öskjuopi (Reck).
Viti, er vikrinum gaus austur yfir Austurland 29. marts
1875, hafði hljótt um sig rneðan vér dvöldum í Öskju.
Fylgdarmaður minn, Tryggvi öuðnason, sagði mér, að mikið
hefði rokið úr því sumarið 1910 og þá hefðu stundum
heyrzt dunur í gígnum. Nú sást ekki gufa úr honum nema
þegar kalt var veður, t. d. síðasta daginn er vér dvöldum
þar. Samkvæmt athugun Pálma Hannessonar var vatnið í
gígnum skolugt og bar á nokkurri ólgu í því af hveralofti
eða jarðgufum, er stigu að öðru hvoru upp til yfirborðsins.