Skírnir - 01.01.1928, Page 130
Skímir] Um rannsóknir i Öskju sumarið 1923. 123
Gróður. Eldri hraunin í Öskju eru víða vaxin kyrk-
ingslegum gráleitum fléttugróðri eða skófum, og hin sterka,
sérkennilega lykt af skófunum lagði að vitum manns, í stað
gróðrarilmsins í byggðinni. í lækjarsitrum í hrauninu hafði
vatnið fengið óþægilegan bragðkeim af skófunum. Að öðru
leyti er Askja algjör eyðimörk. Þó fann ég örfá eintök af
æðri plöntum á stangli. Voru það þessar tegundir: Gullin-
toppa (Armeria maritima), þúfusteinbrjótur (Saxifrága cæs-
pitasa), snœsteinbrjótur (S. nivalis), lambagras (Silene acau-
lis), músareyra (Cerastium alpinum) og fjallasveifgras (Poa
alpina). Fann ég flestar þessar tegundir í blóma.
Það eru fáskrúðugir litirnir, er bera fyrir augu, þegar
horft er yfir hraunauðnina í Öskju að sumarlagi. Svarti eða
dökki hraunaliturinn er hinn drottnandi litur allt umhverfis,
en skófirnar hafa víða brugðið kuldalegum, úlfgráum litblæ
yfir eldri hraunin. í dældum meðfram fjallahlíðunum lágu
þó all-viða hjarnskaflar, blakkir af hraundusti og sandi. Á
stöku stöðum bregður roða á hraunin af rauðleitu hraun-
gjalli. Ljósi vikurinn úr gosinu 1875 hefur dreifzt yfir bakk-
ana og hæðirnar umhverfis Öskjuvatn; gætir hans nokkuð
enn. Hefur hann fallið þéttast yfir ströndina norðan og vestan
við vatnið, milli Vítis og Mývetningahrauns. Þar eru stór
svæði móbleik yfir að líta, líkt og skrælnuð valllendisjörð
á útmánuðum, eftir langvarandi þurra-næðinga. Eftir þess-
uni nábleika lit mætti þetta svæði heita Násirönd. Þessi
móbleiki gervilitur gróðursins myndar lítið eitt ljósleitari
umgjörð um þetta skolgræna öræfavatn eða »dauða haf«,
sem ekkert kvikt getur þrifizt í, en ber þó á sér litblæ
hafsins.
Aths. í Iðunni 1927 telur Þórólfur Sigurðsson að Þjóðverjahraun
hafi niyndazt veturinn 1920. En samkvæmt upplýsingum frá Jóhann-
esi Sigfinnssyni á Grímsstöðum mun það hafa verið veturinn 1921;
hefi ég i þessu efni fylgt skýrslu hans.