Skírnir - 01.01.1928, Page 131
Misseristalið og tildrög þess.
Með kristnitökunni árið 1000 kom hingað nýr tímatals-
reikningur, hinn svo nefndi gamli stíll eða rím Júliusar Cæ-
sars með þeim viðaukum, sem kristin kirkja taldi sér nauð-
synlega. Eftir gamla stíl var farið í nálega öllu tímatali, er
laut að kristnihaldi í landinu. Búast hefði mátt við því, að
hann hefði náð svo góðurn tökum á hugsun manna, að
þeim gleymdist einnig það tímatal í veraldlegum efnum, er
þeir höfðu vanizt áður. Sú varð reynslan í öðrum löndum
Norðurálfunnar, sem lágu utan við hið forna Rcmaveldi.
Tímata) kirkjunnar bolaði þar alstaðar svo rækilega burtu
eldra, og líklega ófullkomnara tímatali, að fátt hefir varð-
veitzt til minningar um það, og er nú eigi lenour unnt að
gjöra sér glöggva grein fyrir, hvernig hið eldra tímatal
þeirra þjóða var. En hér varð önnur raunin á. Hið íslenzka
misseristal hélt hér velli, og jafnvel enn í dag er það tölu-
vert notað, ekki sízt til sveita. Hér verður eigi farið langt
út í það að rekja til róta orsakirnar til þess, að misseris-
talið hefur staðizt svo vel samkeppnina við gamla stíl og
síðar nýja stíl. Aðeins vil ég drepa á fáein atriði, sem ég
álit að skifti einna mestu máli um það efni. Kristnitakan
var ekki valdboð einstakra valdhafa, heldur málamiðlun,
sem Þorgeir Ljósvetningagoði og Síðu-Hallur fengu lands-
menn til að fallast á, og þótt af því leiddi stórkostlega
breytingu, þá varð þó engin veruleg bylting. Forn lög og
fornar venjur fengu að haldast að mestu leyti í veraldleg-
um málum, en sumt af því breyttist þó smátt og smátt,
vegna áhrifa hinnar kristnu trúar og kirkjusiða, og sumt
varð að leggjast niður síðar, er það reyndist ósamríman-
legt hinum nýja sið. Það var því engin bein nauðsyn að