Skírnir - 01.01.1928, Page 132
Skirnir]
Misseristalið og tildrög þess.
125
teggja misseristalið niður þegar í stað, og það var orðið
svo samgróið hugsun landsmanna, lögum og landsvenjum,
að menn gátu eigi lagt það niður, án þess að við það rask-
aðist margt í lagasetningn þeirra. En á hinn bóginn var
misseristalið svo fullkomið og þó sveigjanlegt, að mönnum
tókst að koma því í nægilegt samræmi við garnla stíl. Það
er þess vegna mikið því að þakka, hve gott skipulag var
komið á misseristalið á undan kristnitökunni, að það gat
haldizt jafnframt tímatali kirkjunnar.
Á þjóðveldistímanum notaði hið veraldlega vald miss-
eristalið, en eftir 1262 fer fljótt að bera á því, að hin æðsta
stjórn veraldlegra mála lét sér lítið eða ekkert annt um
það. Þrátt fyrir það hefir misseristalið haldizt fram á þenna
dag, og það sýnir, að í því býr eftirtektarverð lífsseigja,
og getur það varla af öðru stafað en því, að misseristalið
hafi einhverja þá kosti til að bera, sem gamli stíll og nýi
hafa eigi. Þetta ætti að vera nægileg ástæða til þess, að
Islendingar legði alúð við að kynnast misseristalinu og
sögu þess. En auk þess er misseristalið hið eina tímatal,
sem vissa er fyrir, að notað hefir verið af Norðurlanda-
búum áður en löndin urðu kristin, og menn þekkja í
flestum aðalatriðum. Þess vegna er helzt þangað að sækja
fróðleik um tímatal annara Norðurlandabúa í fornöld. Eðli-
legt er því, að mikið hefir verið um misseristalið rætt og
ritað, og það eigi síður af erlendum mönnum en innlend-
um. Þó að ég hafi kynnt mér allmörg skrif hér að lútandi,
mun ég samt í þetta sinn einkum gera grein fyrir skoðun
minni á misseristalinu og tildrögum þess. Um skoðanir
annara verður því aðeins rætt, að það sé nauðsynlegt til
þess að bregða birtu yfir sem flestar hliðar þessa máls.
Þá tímalengd, sem nú heitir ár, kölluðu forfeður vorir
venjulega tvö misseri, og þaðan kemur auðvitað nafnið
misseristal eða misseratal. Stundum slepptu þeir töluorð-
inu, svo að orðsambandið: »á þeim misserum« gat merkt
bæði »á þeim árum« og »á því ári«. í tveim misserum
voru 12 mánuðir þrítugnátta og 4 nætur umfram. Annað
misserið var sumarið og í því 6 mánuðir og aukanæturnar