Skírnir - 01.01.1928, Síða 133
126
Misseristaliö og tildrög þess.
| Skírnir
4, en hitt misserið var veturinn og taldist réttir 6 mánuðir.
Þessi tvö misseri verða þá 364 dagar, og er það meira
en degi of stutt til þess að geta jafnast á við árið. Forn-
menn tóku eftir þessu tiltölulega fljótt, og til þess að bæta
úr því fann Þorsteinn surtur upp sumaraukann. Sumar-
aukinri var vika eða 7 dagar, og var það ráð Surts, eftir
því sem Ari fróði segir, að bæta þeirri viku við sjöunda
hvert sumar. í rauninni verður þetta það sama sem að
auka einum degi við hvert ár, og nútímamönnum mun
flestum finnast það óbrotnara, aukanæturnar yrðu þá 5.
En einmitt í sumarauka Þorsteins surts kemur Ijóslega fram
eitt hið helzta einkenni misseristalsins. í tveim misserum
eru venjulega 52 vikur réttar og við þessi misseri má eigi
auka nema heilum vikum, að öðrum kosti ruglast allt miss-
eratal, því að það er allt nátengt við vikudaga og viknatal.
Aðaltímamótin voru sumarkoman, og hér á landi var
hún, og er enn, rígbundin við fimtudag; öllum heimildum
ber saman um þetta og þær eru þó margar, víðsvegar i
fornurn ritum. Um þetta eru eigi heldur skoðanir manna
deildar. En af því leiðir, að upphaf hvers mánaðar var á
vissum vikudegi, og sömuleiðis hinn fyrsti vetrardagur og
miður vetur.
Viknatalið var eigi aðeins notað til að finna sérstök
tímamót í misseratalinu, heldur einnig til ákvörðunar á öðr-
um tímum í misserunum. Þessu vikutali var þannig hagað:
Frá sumarmálum til miðsumars var talið áframhaldandi í
fimtudagsvikum, það er í vikum, sem byrjuðu á fimtudegi.
T. d. hófst annar mánuður sumars laugardaginn í fimmtu
viku sumars. Frá miðju sumri til veturnátta var talið aftur
á bak í laugardagsvikum, og þá oftast sagt, hve margar
vikur lifðu sumars. T. d. »Frá því er 6 vikur eru af sumri
og til annars dags viku, þess er 4 vikur lifa sumars þvátt-
daginn áður«. Orðatiltæki svo sem »að 7 vikum sumars«
merktu alla jafna hið sama sem, er 7 vikur lifðu sumars.
Einstöku sinnum virðist þessi sumartími talinn í sunriu-
dagsvikum.
Frá veturnóttum til jóla, og ef til vill tii miðs vetrar,