Skírnir - 01.01.1928, Síða 134
Skímirj
Misseristalið og tildrög þess.
127
voru vetrarvikur taldar, og töldu sumir þær laugardagsvik-
ur, af því að vetur kom laugardag, en aðrir sunnudagsvik-
ur. Og um jólin var sú undantekning gerð, að telja jafnan
í jóladögum en ekki vikum. Miður vetur kom, samtímis
mánuðinum þorra, á föstudegi og voru þorravikurnar tald-
ar sem sunnudagsvikur. Næsti mánuður var gói, sem nefn-
ist nú góa; hún kom á sunnudegi og vikur hennar voru
sunnudagsvikur. Því næst kom einmánuður; um viknatal í
honum hefi ég lítið séð, en helzt má af því ráða, að þá
hafi vikurnar verið taldar aftur á bak til sumars, og því
sennilega verið fimtudagsvikur, t. d, »Hinn 5. dag viku, þá
er vika er til sumars«.
Vikutal það, sem hér hefur verið skýrt frá er allt byggt
á dæmum, sem ég hefi séð í fornum ritum. Það má telja
öldungis víst, að sumarvikurnar fyrri hluta sumars hafi að-
eins verið fimtudagsvikur, því að dæmin, sem þetta sanna,
eru mjög mörg. Miklu vafasamara er um vikurnar á öðr-
um árstímum, því að þar eru dæmin færri, og því getur
vel verið, að fleiri reglur um viknatal hafi þekkzt, en hér
eru taldar. Sérstaklega vil ég geta þess, að Guðbrandur
Vigfússon hefir frá því skýrt, að í ungdæmi hans, þ. e. á
fyrri hluta 19. aldar, hafi viknatalinu á þorranum verið
þannig hagað, að tvær fyrstu vikurnar voru föstudagsvikur,
en tvær hinar síðari laugardagsvikur, en í milli þeirra var
miðþorri (föstudagur), og síðastur þorraþræll.
Ég vil á þessum stað vekja athygli á því, að í tíma-
tali kirkjunnar voru aðeins notaðar sunnudagsvikur; reynd-
ar var algengt að halda upp á sama daginn viku eftir
suma merka messudaga, jafnvel þótt messudagurinn væri
eigi á sunnudegi, og var þessi dagur nefndur octava (átti
dagur) messunnar, og einstaka sinnum, en þó aldrei hér
á landi að minni hyggju, var haldið upp á 14. daginn, sem
var sami vikudagur (quindena messunnar), en úr þessu
varð aldrei neitt vikutal. En svo sem nú hefir verið getið
um, var hér tíðkað vikutal, sem byrjaði vikuna á öðrum
degi en sunnudegi, og er það glögg bending um það, að
vikutalið íslenzka hafi myndazt óháð tímatali kirkjunnar,