Skírnir - 01.01.1928, Síða 135
128
Misseristalið og tildrög þess.
ISkírnir
og áður en það varð almenningi kunnugt. En þetta virðist
koma i bága við þá skoðun, sem ýmsir hallast að, að Norð-
urlandabúar hafi áður haft 5 daga viku, og líklega þá nefnt
hana fimmt. Reyndar hefi ég eigi séð mörg rök færð því til
sönnunar, að þessi fimm daga vika hafi verið til. í Háva-
málum er sagt (74. v.) »Hverf er haustgríma, fjöld of viðr-
ir á fimm dögum, meir á mánuði«. Sumir hafa litið á þetta
sem rök fyrir 5 daga viku, en mér finnst miklu nær að
ætla, að 5 sé í þessu visuorði settir vegna rímsins en önn-
ur lág tala hefði efnisins vegna verið jafn góð. Og ef
fimmtin hefði verið ofarlega í huga manna sem orð yfir
þessa viku, þá hefði mátt búast við því, að það hefði ver-
ið notað í þessum samanburði við mánuði.
í Noregi var fyrrum algeng fimmtarstefna, þ. e. a. s.
mönnum var gefinn fimm nátta frestur frá stefnu. Af þessu
má ráða, að fimmt hafi stundum verið notað yfir 5 daga
bil, en reyndar er fimmtarstefnan engin bending um það,
að fimmtin hafi verið skoðuð sem vika, því að aðrir stefnu'
frestir þekktust, svo sem þriggja nátta frestur, og er þó
ekkert samband milli hans og vikunnar. Ef fimmt hefði ver-
ið vika, lægi næst að setja hana í samband við þritugnætta
mánuði, því að hún er sjötti hluti hans, en sá er gallinn á
því, að þrítugnæltir mánuðir munu eigi hafa þekkzt hér né
annarsstaðar á Norðurlöndum fyr en eftir að 7 daga vikan
var fyrir löngu orðin almenningi hér kunn. Og úr því var
engin ástæða til að taka hér upp 5 daga viku.
Ýmislegt er það, sem bendir ótvírætt á, að 7 daga vikan
hafi þekkzt á Norðurlöndum alllöngu áður en ísland varð
kristnað. Til Evrópu er 7 daga vikan komin frá Gyðingum
og Egiptum. Hjá Gyðingum afmarkaðist vikan við það, að
sjöundi hver dagur var hvíldardagur (sabbatsdagur), og vita
menn ógjörla, hve snemma Gyðingar tóku upp þenna hvíld-
ardag. í annari Mósebók 20. kap. er sjöundi dagurinn »hvíld-
ardagur helgaður Drottni Guði þínum;« »því að á sex dögum
gjörði Drottinn himin og jörð, hafið og allt sem í þeim er,
og hvíldist sjöunda daginn; fyrir því blessaði Drottinn
hvíldardaginn og helgaði hann«. En í fimmtu Mósebók 5.