Skírnir - 01.01.1928, Qupperneq 136
Skirnir]
Misseristalið og tildrög þess.
129
kap. er sjöundi dagurinn »hvíldardagur helgaður Drottni
Guði þínum«. »Og minnstu þess að þú varst þræll í Egipta-
landi og að Drottinn, Guð þinn, leiddi þig út þaðan með
sterkri hendi og útréttum armlegg. Þess vegna bauð Drott-
inn, Guð þinn„ þér að halda hvíldardaginn.« Það lítur næst-
um svo út, sem í þessum síðari ritningarstað sé upptök
hvildardagsins rakin til brottferðarinnar úr Egiptalandi, en
i fyrri staðnum er hvildardagurinn byggður á sköpunarsög-
unni. Má helzt af þessu ráða, að Gyðingum hafi eigi verið
kunnugt um það, hvenær vikan var innleidd meðal þeirra;
og sennilega hefir sú venja þróast á alllöngum tíma að
halda sjöunda daginn helgan, og þó verið orðin að laga-
boði, er Gyðingar komu úr herleiðingunni frá Babylon.
Önnur sjö daga viká virðist upprunnin hjá Egiptuin;
ekki vita menn heldur, hve gömul hún er, þó er hún í
þeirri mynd, sem hún nú þekkist, jafnvel yngri en vika
Gyðinga. Vikan í Egiptalandi var nátengd stjörnufræði
þeirra tíma, og dagar vikunnar fengu nöfn eftir þeim reiki-
stjörnum, sem menn þekktu þá. Reikistjörnur töldu menn
þá: tunglið, Merkúríus, Venus, sólina, Mars, Júpíter og Sa-
túrnus, og álitu stjörnuspekingarnir á þeim tímum, að fjar-
lægð þeirra frá jörðu fylgdi þessari röð. Trúðu margir því
þá, að mannlegt líf og margt fleira færi mjög eftir áhrifum
þessaia reikistjarna, en hver stjarna hefði umráð yfir einni
stundu í einu. Sólin hefði umráð yfir fyrstu klukkustund
sunnudagsins og því var hann kenndur við hana og nefnd-
ur dies solis (sólardagur eða sunnudagur). Sólin hafði einnig
umráð yfir 8., 15. og 22. stundu sunnudagsins, en 23. stundu
hafði Venus ráð yfir og Merkúríus þeirri 24. Þess vegna
réð tunglið yfir næstu klukkustund, sem er fyrsta stund
næsta dags, og því var sá dagur kenndur við tunglið og
nefndur mánadagur (dies lunæ). Á sama hátt átti Mars
fyrstu stundu þriðjudagsins, sem þess vegna varð hans
dagur (d. Martis), og miðvikudagurinn verður dagur Ven-
usar (d. Veneris), fimmtudagur dagur Júpíters (d. Jovis),
föstudagur dagur Merkúríusar (d. Mercurii) og laugardagur
^ugur Satúrnusar (dies Saturni), en hann bar upp á hvíldar-
9