Skírnir - 01.01.1928, Qupperneq 137
130
Misseristalið og tildrög þess.
| Skírnír
dag Gyðinga (sabbatsdag). Sú reikistjarna, sem dagurinn
var kenndur við, átti eigi aðeins umráð yfir fyrstu stundu
dagsins, heldur héldu menn, að allur sá dagur væri sér-
staklega á valdi stjörnunnar.
Á fyrstu öldum eftir Krists burð breiddist þessi vika
um allt Rómaveldi. Það gegnir næstum furðu, hve fljótt
hún barst um þetta víðlenda riki, alla leið norður á Bret-
land og Þýzkaland. En það var margt, sem greiddi götu
hennar. Á þessum tímum kynntust Rómverjar mjög siðuin
og háttum Gyðinga og nninu sumir hafa talið það heppi-
legt, að hafa sjöunda hvern dag hvíldardag. Kristin trú
breiddist þá og út, og krisínir menn héldu einnig sjöunda
hvern dag helgan, þótt helgidagur þeirra, sunnudagurinn,
væri á öðrum vikudegi en hvíldardagur Gyðinga (laugar-
dagur). Hvorttveggja þetta hefir orðið til þess að flýta
fyrir útbreiðslu vikunnar, en sennilega hefir það mest ýtt
undir menn að muna eftir vikunni og vikudögunum, að
þeir hafa haft eitthvert hugboð um, að æðri öfl, hvort sem
það voru reikistjörnurnar eða eitthvað annað, hefði hönd
í bagga með dögum vikunnar og hefðu áhrif á afdrif þeirra
verka, sem þá voru framkvæmd. Enn þá eldir eftir af þess-
ari trú, þótt hún hafi breytingum tekið. Nú er sagt: »laug-
ardagur til lukku«, en fyrrum höfðu menn beig af laugar-
deginum, af því að Satúrnus hafði meðgjörð með hann.
Mönnum hefir einnig efalaust þótt þægilegt að hafa nöfn
á hverjum degi; þá var minni hætta á þvi, að menn rugl-
uðust í dagatalinu.
Sjö daga vikan hefir því komið snemma til Bretlands
og Þýzkalands, liklega á 3. og 4. öld eftir Krists burð, og
þá má geta nærri, að Norðurlandabúar hafi kynnzt henni,
áður en kristnin kom þangað norður.
Svo sem þegar hefur verið sagt, þá voru vikudagarnir
kenndir við reikistjörnurnar, en þegar sól og tungl eru
undanskilin, voru nöfn reikistjarnanna hin sömu og á goð-
um Rómverja. En er daganöfnin bárust til germanskra
þjóða, þá sneru menn daganöfnunum á sitt tungumál, en
þeir skildu rómversku nöfnin svo, að dagarnir væri eign-