Skírnir - 01.01.1928, Page 138
Skirnir]
Misseristalið og tilclrög þess.
131
aðir hinum rómversku goðum, og sennilega hafa einnig
sumir Rómverjar litið svo á það mál. Germanskar þjóðir
kenndu þessvegna vikudagana við sín eigin goð, og komu
þau í stað hinna rómversku goðaheita. Hin forníslenzku
dagaheiti bera þessa menjar, en síðar var þeim af trúar-
legum ástæðum stungið undir stól. Svo sem kunnugt er
voru hin fornu dagaheiti þessi: sunnudagur, mánadagur,
týsdagur, óðinsdagur, þórsdagur, frjádagur og laugartíagur,
og hafa þessi heiti haldizt lítið breytt hjá mörgum frænd-
þjóðum vorum.
Daganöfnin voru sameiginleg fyrir öll Norðurlönd og
náskyld daganöfnum í Englandi og Þýzkalandi, að undan-
skildu laugardagsnafninu. Þar höfðu Germanar haldið latn-
eska nafninu nálega óbreyttu, dies Saturni; síðar var í
Þýzkalandi skift um nafn og tekið upp Sonnabend = sunnu-
kvöld. Norðurlandabúar munu hafa nefnt síðasta dag vik-
unnar laugardag, af því að þeir voru vanir að taka laug
þann dag; enskur sagnfræðingur, Jón frá Wallingford (d.
1214), getur þess, að Danir hafi liaft þenna sið, er þeir
voru í Englandi um árið 1000 (Colson: The Week, bls. 111).
Sunnudagur og mánadagur eru aðeins útlegging á latnesku
nöfnunum, en í hinum eru germönsk (norræn) goðanöfn
sett í stað hinna latnesku goðanafna; Týsdagur fyrir dagur
Mars, Óðinsdagur fyrir dagur Merkúríusar o. s. frv.
Daganöfnin eru mikil sönnun þess, að vikan og daga-
nöfn hennar hafi verið orðin kunn á Norðurlöndum áður
en kristnin kom þangað. Kristniboðendur hefðu eigi kennt
landslýðnum að nota daganöfn, sem sífellt minntu á hin
fornu goð. Kristin kirkja var þá fyrir all-löngu farin að
amast við hinum fornrómversku daganöfnum, þótti þau
minna of mjög á heiðna trú, og tók upp í þeirra stað ný
nöfn: drottinsdagur, annar dagur viku, þriðji dagur viku o.
s. frv. (dies dominica, feria secunda etc.). Hér á landi beitti
Jón helgi, Hólabiskup, Ögmundsson sér fyrir samskonar
nafnabreytingu. í sögu hans er svo sagt frá þessu: »Hann
tók af hit forna dagatal, ok setti þat er nú er haft; því
at hann bannaði þat með öllu, at eigna heiðnum goðum
9*