Skírnir - 01.01.1928, Side 139
132
Misseristalið og tildrög þess.
[Skírnir
eðr vondum vættum dægr eðr daga, svo sem var, at
kalla Þórsdag eðr Óðinsdag« (Jóns saga, 13. kap.). Svo
er að sjá af þessu, að Jón helgi hafi einkum amast við
þeim daganöfnum, sem beinlínis minntu á gömlu goðin, og
varð honum svo vel ágengt, að þessi nöfn hurfu næstum
alveg úr málinu. Vafasamara er hitt, hvort Jón biskup átti
einnig upptökin að því, að öðrum daganöfnum (sunnu-
dagur, mánadagur, laugardagur) var breytt eða reynt að
breyta, svo að um tima var sagt, eða að minnsta kosti
skrifað, drottinsdagur, annar dagur viku, þváttdagur. Lik-
legast er þó öll þessi alda frá honum runnin. Guðmundur
Björnson hefur í tímatalsgrein sinni í Skírni 1915 látið þá
skoðun í ljós, að hér sé blandað málum, en ég get ekki
séð, að ástæða sé til að rengja söguna, að Jón helgi hafi
aftekið hið forna dagatal, enda kemur sú frásögn vel heim
við Blöndu (Alfr. II, bls. 62). Þar er sagt: »Enn eru önnur
höfuðnöfn á þessum stjörnum, þau er við þær voru kenndir
dagar í hverri viku, að heiðnu tali. Sunna heitir sól, og er
við hana kenndur drottinsdagur. Tungl heitir máni, er við
hann kenndur annar dagur viku. Fispena heitir Mars, það
köllum vér Tý, er þar kenndur þriðjudagur við. Stilbon
heitir Merkúríus, það köllum vér Óðin, er við hann kennd-
ur miðvikudvgur. Fenon heitir Jovis, það köllum vér Þór,
þar er við kenndur fimmti dagur. Hesperis heitir Venus,
það köllum vér Freyju, þar er föstudagur við kenndur og
kallaður frjádagur. Feton heitir Satúrnus, þeirri stjörnu er
enginn dagur eignaður að norrænu máli, og er sá kallað-
ur iaugardagur, er á öðrum löndum heitir Satúrnus dagur«*
Má af þessu sjá, að höfundur Blöndu hefur vitað, að hin
latnesku daganöfn voru dregin af reikistjörnunum og að
hin forníslenzku nöfn voru önnur, en þau sem hann not-
aði; því að hann sjálfur fylgir stranglega fyrirmælum Jóns
biskups, og nefnir jafnvel ekki laugardag, heldur þváttdag,
nema á þessum eina stað.
Daganöfnin forníslenzku verða varla öðruvísi útskýrð,
en að þau hafi myndazt hjá heiðinni þjóð og sennilega
hefir þá vikan verið kunn landnámsmönnunum, að minnsta