Skírnir - 01.01.1928, Qupperneq 140
Skirnirj Misseristalið og tildrög þess. 133
kosti sumum þeirra. Að sama brunni ber það, að í hinum
elztu íslenzku lögum var, að sögn Ara fróða, gert ráð fyrir,
að árið eða 2 misseri væri 52 vikur réttar. Og sumarauki
Þorsteins surts sannar einnig, að landsmönnum hafi verið
tamt að telja tímann í vikum, er sú breyting var gjörð á
misseristalinu.
Bilfinger hefir reyndar haldið því fram í bók sinni,
Das altnordische Jahr, að sumaraukinn og yfirleitt allt það,
sem lýtur að viknatali, hafi verið fundið og lögleitt hér
eftir kristnitökuna. En með þessu er gjört langt of lítið úr
frásögn Ara fróða, svo sem Finnur prófessor Jónsson hefir
réttilega tekið fram. Ari fróði lifði svo skömmu eftir kristni-
tökuna, að óhugsandi er, að hann hafi ruglað svo saman
rás viðburðanna, að telja það mörgurn tugum ára eldra en
kristnitökuna, sem orðið hefði eftir hana, og hér er þó um
atburði að ræða, sem gerðust nálega í minnum þeirra manna,
er Ari hafði sjálfur tal af. Ég get því eigi fallizt á skoðun
Bilfingers, enda er hún byggð á getgátum, sem einnig af
öðrum ástæðum eru vafasamar, og hér síðar verður á fleira
drepið, sem hefir styrkt mig í þeirri skoðun, að vikan hafi
verið orðin landsmönnum kunn, er Úlfljótur setti hér lög,
og þó sennilega töluvert fyr.
Ég gjöri því ráð fyrir, að vikan hafi verið landsmönn-
um kunn, er þeir fyrst komu föstu skipulagi á tímatalið,
°g kemur þá annað mál til athugunar. Er mánaðatalið
íslenzka byggt á vikunni? Þessari skoðun hefir verið haldið
fram af Guðmundi Björnsyni í Skírnisgreininni, sem ég hefi
minnzt á. Alkunnugt er, að 4 vikur eru nú oft í daglegu
fali nefndar mánuður og 2 vikur hálfur mánuður. Venja
þessi er töluvert forn. í skrifuðu rími frá 1823 (Bmf. 565
8vo) nefnir Oddur Hjaltalín 4 vikur vikumánuð og séra
Olafur Jónsson á Stað í Grunnavík skrifaði í rímbókum
sínum (frá 1704 og 1706): »Mánuður kallast og fjögra vikna
tfini eða 28 dagar, soddan mánuðir eru 13 í ári og gengur
af 1 dagur í almennu ári, en 2 í hlaupári«, og í fleiri rím-
bókum frá seinni tímuin finnast svipuð ummæli. En í elztu
rímbökunum hefi ég ekki fundið þau og eigi heldur í Grá-