Skírnir - 01.01.1928, Síða 141
134
Misseristalið og tiklrög þess.
[Skírnir
gás, svo að ótvírætt sé. í öðrum fornritum íslenzkum er
naumast að búast við mörgum sönnunargögnum í þessu máli,
enda hefi ég fátt fundið. Helzt er það Njála. Þar er sagt, að
Runólfur í Dal »hafði boðið Þráni heim og var ákveðið,
að hann skyldi koma austur, er þrjár vikur væru af vetri eða
mánuður«. Virðist liggja nærri að álykta, að mánuður merki
hér 4 vikur. Og síðar, er Flosi undirbjó Njálsbrennu, gerir
hann þessa ferðaáætlun eftir sögunni: »En drottinsdag þann
er átta vikur eru til vetrar, þá mun ég láta syngja mér
messu heima og ríða síðan vestur yfir Lómagnúpssand«.
En frásögnin um ferðina byrjar þannig: »Flosi bjó sig
austan þá er tveir mánuðir voru til vetrar ok stefndi til
sín öllum sínum mönnum, þeim, er honum höfðu liði ok
ferð heitið. Þeir kvámu allir til Svínafells og váru þar um
nóttina. Flosi lét snemma veita sér tíðir drottinsdaginn, en
síðan gekk hann til borðs.......Síðan gekk hann til hesta
sinna«. Söguritarinn virðist hér leggja sömu merkinguna í
2 mánuði og 8 vikur.
Eftir þessu að dæma, er sú málvenja, að kalla 4 vikur
mánuð, furðu gömul, og eftir því sem Grimm segir í Deutsche
Mythologie (2. bd. bls. 671) hefir þetta einnig verið venja
hjá Germönum í fornöld. En það væri rangt að álykta af
því, að 4 vikur væri eini mánuðurinn, sem menn hefði þekkt.
Af íslenzkum fornritum, Rímbeglu-ritunum, Grágás o. fl., er
það sannanlegt, að hér töldu menn í þrítugnátta mánuðum
einnig, og hann var ávallt notaður, þegar nauðsynlegt var
að fara út í nákvæmt tímatal. En þegar ekki gerði til um
1 eða 2 daga, eða eigi var hætt við misskilningi, þá gátu
4 vikur nefnzt mánuður. Úr viknatalinu einu gat mánuður-
inn eigi myndazt, því að í fyrsta lagi var þá engin ástæða
til að skifta vikunum í 4 vikna bil, og hinsvegar hefir
reynslan sýnt það hér á landi, að mánuðirnir vilja gleym-
ast, þegar viknatalið er komið á. Hinir íslenzku mánuðir
hafa þannig myndazt óháðir viknatalinu.
Flestir eru og sammála um það, að hið eiginlega tíma-
tal þjóða, sem eru á lágu stigi menningar, byrji með því,
að þær skifti timanum í mánuði, það er að sepja hina svo